Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
3.796 stig

Re: Ætti að banna áfengi?

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Og hvað kemur það þér við ef að fólk kýs að taka þessa áhættu? Þú berð ekki ábyrgð á heilsu annarra. Við getum alveg eins byrjað að banna óhollt fæði. Offituvandamál vega meira í heilbrigðiskerfinu en t.d. reykingar.

Re: Ætti að banna áfengi?

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Eitt og eitt dæmi sem þú finnur. Milljónir nota LSD. Færri verða fyrir skaða af LSD hlutfallslega en hjá þeim sem drekka áfengi. Sama gildir um t.d. E-töflur, sveppi og hass.

Re: Ætti að banna áfengi?

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það á ekki að bera það litla virðingu fyrir frelsi einstaklingsins að banna fíkniefni. Ef að einstkalingur kýs að taka áhættuna á mögulegum skaða á eigin líkama, þá bara kemur það þér ekkert rassgat við. Fínt mál ef þú kýst að drekka ekki. En óþarfi að þröngva því yfir aðra.

Re: Bandarísk einangrunarstefna og endalok hennar, Fyrri hluti

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Eða gæti það verið vegna þess að það var enginn meirihluti sem að vildi þetta? Þannig að það var neytt Íraka til þess að kjósa lýðræðislega? Ertu að segja það? Hver neyddi þá og með hvaða aðferðum? Nú lifa þeir í Írak þar sem að 20-30 manns deyja á hverjum degi, en hey, þeir eru þó lausir við Saddam. Ekki séð fjöldagrafirnar? Meðaltalið á valdartíma Saddams (miða við það að hann hafi drepið 300.000, lægsta talan sem er nefnd með fjöldamorðin og því mjög líklega hærri) er 35 manns á dag. Því...

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
What did I just say? Genin okkar stjórna því hversu viðkvæm við erum fyrir ávanabindandi efnum. Það gengur því í ættum hversu viðvkvæm við erum fyrir efnunum. Eina sem ég er að segja er að þetta er alveg eins hjá áfengi og öðrum ávanabindandi efnum. Ég tel persónulega að það eigi ekki að skilgreina þetta sem sjúkdóm, en það er augljóst mál að öll fíkniefni eru jöfn í þessum málum. Það er ekkert sérstakt “áfengisgen” það eru bara gen sem hafa áhrif á fíkn almennt.

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
ég skal alveg viðurkenna að áfengi er mjög ávanabindandi fyrir sumt fólk, og mér þykir leiðinlegt að þú ert einn af þeim. Ég er ekki alki ef þú ert að gefa það í skyn. En það að vera háður alkahóli er sjúkdómur, en að vera háður fíkniefnum er fíkn, jú, alkahólismi er líka fíkn ég geri mér grein fyrir því, en ef þetta eru sömu efnin, eða ef áfengi er hættulegra, afhverju er þá dómismi ekki viðurkenndur sjúkdómur? Af því það eru svo margir alkar sem hafa barist fyrir því að það yrði...

Re: Heimskur Forseti!!!

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það eru til margar ástæður fyrir stríðum. Íslendingar hafa nú aldrei verið þekktir fyrir að vera einhverjir englar. Ef þetta væri ekki eyja þá værum við örugglega búin að fá okkar skammt af stríðum. En nei það er ekkert hægt að breyta þróunarkenningunni í þróunarsannleikann einfaldlega af því þetta er kenning. Að breyta orðunum gerir það ekkert meira pottþétt. Bush hefur aldrei beint sagt að þróunarkenningin sé röng. Bara vill hafa fjölbreytni í þessu.

Re: Heimskur Forseti!!!

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Jahá gaman að sjá þröngsýna Íslendinga tjá sig hérna um þetta. Þróunarkenningin er KENNING. Ekki heilagur sannleikur. Það er bara gott mál að kenna fleiri kenningar heldur en að troða því í hug nema að þetta sé hin eini sannleikur. Íslendingar eru ekki mjög trúaðir svo maður skilur samt þessi viðbrögð. Bandaríkjamenn eru að meðaltali mikið meira trúaðari en við, hvernig væri bara að virða það? Ég held að enginn hérna myndi hella sér yfir múslimskan forseta sem vildi láta kenna eitthvað sem...

Re: Vilja ekki múslima eða geðfatlaða sem nágranna...

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Því miður eru múslimaríki oft stjórnuð af öfgamönnum, sem jafnvel horfa framhjá eða styðja hryðjuverkahópa. Samt sem áður er meirihluti múslima á móti öfgahópum og hryðjuverkastarfsemi. Skoðanir meirihlutans eru mjög oft ekki í samræmi við stjórnvöld í þessum löndum, því miður. Það er en þá sú áhætta að þetta endi með trúarbragðastríði. Næsta heimstyrjöld. Að fara að vísa múslimum frá Evrópu mun aðeins bæta olíu á eldinn. Auka hlutfall þeirra sem hata vesturlönd og líkurnar á því að þetta...

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Í blíðu og stríðu, þanga til dauðinn aðskilur ykkur. Þetta er ekkert flókið, það eiga ekki að vera undantekningar. Konur eiga líka ekki að tala við messur, fólk á ekki að stunda kynlíf utan hjónabands eða nota getnaðarvarnir. Karlmenn eiga ekki að stunda sjálfsfróun eða að leggjast með öðrum mönnum. Vá hvað það er frábært að íslenskt þjóðfélag fer ekki bókstaflega eftir biblíunni.

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Já já trúaði vinur minn. Vonandi áttar þú þig á eigin syndum. Endurnýjar heitin með þeirri fyrrverandi og berst fyrir því að konur fái ekki að tala við messur.

Re: Bandarísk einangrunarstefna og endalok hennar, Fyrri hluti

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ef meirihlutinn vildi það, af hverju var þá engin uppreisn á móti Saddam? Af því að þeir fáu sem að reyndu enduðu í fjöldagröfum? Þetta var mjög erfið staða, Saddam var snjall í því að móta þjóðfélagið þannig að það yrði erfitt að fella hann. Stundum er ómögulegt að fella einræðisherra án hjálpar að utan. Jafnvel ef það hefði verið náð að fella Saddam með uppreisn þá hefði það ekki gengið jafn vel og frelsun Bandaríkjamanna. Borgarastyrjöld, hundruðir þúsundir ef ekki milljónir falla. Á...

Re: Hvar fást radar varar

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
En það er mikill misskilningur að hann pípi alltaf þegar lögreglan er nálægt. Lögreglan þarf að skjóta af radarnum svo það mælist. Maður getur orðið óheppinn og fengið skot beint á sig upp úr þurru. Þá er ekki gaman að vera á 130 km hraða.

Re: Hvar fást radar varar

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Í flestum tilfellum. En ef hann verður óheppinn eitt skipti þá er hann á meiri hraða en flestir aðrir, gæti jafnvel misst prófið þetta eina skipti ef það er ofsahraði.

Re: Hvar fást radar varar

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Hvernig væri bara að sleppa ofsahraðanum? Þeir gefa fólki falska vörn. Þú færð viðvörun þegar lögreglan er að skjóta á annan bíl nálægt. En það getur komið fyrir að hún skjóti bara beint á þig og nær hraðanum áður en þú hægir almennilega á þér. Svo eru þeir komnir líka með nokkra nýja hraðamæla sem radar-mælar skynja ekki. Mín reynsla er allavega sú að þeir sem að hafa radar-mæla fá oftar hraðasektir en aðrir, vegna þess að þeir hafa falskt öryggi.

Re: Skjár einn-Botninum er nú náð.

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Heimild?

Re: Vilja ekki múslima eða geðfatlaða sem nágranna...

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Nú er ég forvitinn hversu marga múslima/araba þú þekkir hérlendis. Það minnsta sem þú getur gert er að kynnast fólkinu áður en þú kemur með svona fullyrðingar. Þú virðist nota neikvæðar fréttir erlendis frá til að styðja fordóma þína gagnvart þessu fólki hérlendis. Það er ekkert sem að bendir til þess að múslimar eða útlendingar séu með meiri vandræði hér á landi en Íslendingar. Það er einföld lausn á þessu. Að herða kröfur til útlendinga og eftirlit fyrstu árin, í stað þess að vísa þeim...

Re: Halló lesið plz

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Og af hverju er það? Af því allir verða dópistar eftir fyrsta skiptið? Afsakið, en þú ert alveg fullur af fordómum og fáfræði. Ég hef prófað E-töflur, hass, sveppi og spítt. Þessi efni eru ekkert meira ávanabindandi en áfengi, mörg mikið minna. Ég verð fullur 1-2 í mánuði en það eru bara nokkur skipti á ári sem ég prófa önnur efni. Alveg eins og með áfengi. Þá er það minnihluti sem að ræður ekki við neysluna hjá flestum þessara efna. Flest svefn- og vekjalyf eru meira ávanabindandi en þessi...

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Er það ekki synd að skilja? Þú átt að vera með eiginkonu þinni þanga til dauðinn aðskilur ykkur. Hvernig væri að standa við það og berjast fyrir hjónabandinu?

Re: Vilja ekki múslima eða geðfatlaða sem nágranna...

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það er ekki ábyrgð Bandaríkjanna að fólk byggi fordóma eftir neikvæðum fréttum. Margir myndu fordæma Íslendinga sem villimenn eftir hvalveiðifréttirnar, þýðir ekki að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. Þú gast ekki komið með neitt dæmi þar sem alhæft er um múslima eða reynt að koma slæmu orði á þá alla. Að berjast gegn öfgahópum innan múslima er ekki það sama og að vera á móti öllum múslimum. Ekki þeirra ábyrgð að sumir misskilji þetta. Gleymir líka því að margir fordæma Bandaríkjamenn....

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
1. Komdu með sönnun fyrir því að Guð sé til. 2. Komdu með sönnun fyrir því að þetta rit (biblían) sem var skrifað af MÖNNUM endurspegli reglur Guðs. Þar að segja ef hann er til. Þanga til mun ég leggjast með karlmönnum eins og mér sýnist.

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Enda sagði ég aldrei að þjóðkirkjan myndi breyta stefnu sinni eða ætti að gera það. Lagafrumvarpið um aukin réttindi samkynhneigðra á víst ekki að neyða þjóðkirkjuna til að blessa samkynhneigð sambönd. Aðeins gefa trúfélögum val. Annars er þetta allt sami skíturinn í mínum augum þessi trúarbrögð. Skil ekki af hverju meirihluti þjóðarinnar heldur sig við kristina trú sem var neydd yfir þjóðina með valdi fyrir 1000 árum. Annars skrýtið að það sé ekki hægt að taka skrefið með samkynhneigða...

Re: Barátta samkynhneigðra...

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Lecter ætlaðir þú ekki að hætta að koma á Huga? Annars nenni ég ekki að svara flestu sem þú varst að segja. Kemur með ýmisar fullyrðingar og talar eins og kristin trú sé heilagur sannleikur sem allir verði að fara eftir. Ég hef sérstaklega tekið fram að hjónaband samkynhneigðra eigi aðeins að vera löglegt fyrirbæti og svo fái trúarfélögin að ákveða sjálf hvort það eigi að blessa þau. Ég man líka aldrei eftir því að hafa sagt að vissar skoðanir væru ekki leyfirlegar. Vinsamlegast komdu með...

Re: menningarnótt ónýt :(

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Hef ekki borðað bjúgur í meira en ár.

Re: Finnst okkur? (könnunin)

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Held það sé verið að meina hvort maður trúi því að hún sé með þennan sjúkdóm. En ekki hvar maður dragi mörkin. Held það sé engin spurning miða við nýjustu myndir. Hún er því miður með þennan sjúkdóm eins og svo margar konur í Hollywood.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok