Ég trúi ekki á Guð vegna þess að enginn hefur sannað fyrir mér tilveru hans. Ásamt því að það sést hversu augljóslega er verið að reyna að heilaþvo fólk inn í þetta. Línur eins og “Þú finnur ekki fyrir tilveru Guðs nema þú opnir hjarta þitt fyrir honum af fyrra bragði”, sem í rauninni er þeirra afsökun á að þurfa ekki að sanna tilveru hans. Sama gildir um jólasveininn og tannálfinn, en ég útiloka ekki neitt. Vil bara ekki trúa út í bláinn upp á öryggið.