Í hvernig þjóðfélagi búum við? Það er ráðist opinberlega á Prest fyrir það að segja satt. Þetta er eitthvað svo rosalega öfugt snúið að maður skilur þetta ekki. Átti presturinn að ljúga að börnum. Hvers konar prestur lýgur?

En hvernig svarar presturinn þegar hann er spurður um hvort guð sé til. Ég get ekki ímyndað mér það. Fyrst hann drap jólasveins hugmund barnana með einu nei. Hvað gerir hann með guð. Lýgur hann? Hann verður að gera það. Guð er ekki til nema í hugum þeirra sem trúa. Þannig af hverju laug hann ekki til um tilvist jólasveinsins en gerir það um guð.

Eða ég spyr er munur á jólasveininum og guði? Ég get ekki séð það.

Ég fæðist, mér er sagt að jólasveininn sé til. Hann er til alveg þangað til að einhver drepur hann með því að segja að hann sé ekki til þ.e. að þetta sé helber lygi.

Er þetta ekki augljóst? En hvernig geta svona margir trúað á guð. Ég skil það ekki frekar en það að Flóki leyfi sér að drepa jólasveininn en heldur lifandi Guði. Ekki af einhverji hugsjón heldur með launum frá hinu opinber.

Af hverju skil ég þetta ekki. Er augljóst svar þarna úti sem mér hefur yfirsést.

Það segi ég með e.t.v. hroka en það er ekkert sem mér hefur yfirsést.