Árið 2005 hefur verið frábært plötuár. Ég hef hlustað almennilega á 25 plötur sem komu út á þessu ári og hér koma ördómar um þær allar. Tek ekki ‘Best of’ plötur eða þess háttar með.

Bubbi - Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
(Ekki eins góð plata og Ást sem kom út á sama tíma, inniheldur hið hræðilega lag Svartur hundur.Ágætis plata samt.)

Bubbi – Ást
(Góð plata sem kom mér mjög á óvart m.v. hvernig attitjúd Bubbi kall hefur haft upp á síðkastið. Nokkur lög sem festast við heilann á manni.)

Clap your hands say yeah - Clap your hands say yeah
(Ein af albestu plötum ársins, held ég sé búinn að hlusta samtals sextíu sinnum á þessa plötu.)

The Dead 60’s - The Dead 60’s
(Mjög mikill Clash fílingur á þessari plötu, sem er hresst. Lagið ‘Riot on the radio’ finnst mér alveg frábærlega skemmtilegt lag.)

Eels - Blinking Lights And Other Revelations
(Góð plata, verst að maður nennir aldrei að hlusta á tvöfaldar plötur.)

Emilie Simon-La marche de l'empereur
(Tónlistin úr myndinni La marche de l'empereur/March of the penguins/Mörgæsamyndin. Myndin er á frönsku en tónlistin er instrumental eða á ensku. Mjög krúttleg lög og smellpössuðu í myndina og hljóma bara vel á plötu. Bestu lögin finnst mér lögin sem eru sungin og sérstaklega lögin ’Song of the storm’ og All is white’)

Eurovision 2005 - Eurovision 2005
(Nokkur hress lög voru í Eurovison þetta árið, önnur hræðileg. Bestu lögin(og þau einu góðu reyndar) þótti mér vera norska lagið(hármetal lagið ‘In my Dreams),Ungverjaland(eitthvað svona steppdans shit, hresst lag en alveg örugglega gay) og svo Makedónía (sungu um ömmu á trommunum, stórskemmtilegt lag og smá Red hot chili peppers fílingur í gangi.)

Fiona Apple – Extraordinary machine
(æjjj frekar mikill væll eitthvað)

Franz Ferdinand – You could have it so much better
(Sá þá í höllinni og vá, þessir menn kunna að skemmta fólki! En mér finnst þetta frábær plata og ekkert lag leiðinlegt og svo mjög gaman að fá svona róleg lög inn í þetta líka. Toppar jafnvel frumraunina.)

Hard Fi – Stars of CCTV
(Pottþétt mest ‘kúl’ plata ársins. Grúví plata, svolítið lík Kasabian. Dúndrandi trommutaktur en þó ekki teknó og mikið djamm í gangi. Stórgott.)

Hildur Vala – Hildur Vala
(Örugglega eina Idol platan sem eitthvað er varið í. Sama hvað þið segið þá finnst mér Hildur Vala frábærlega skemmtileg söngkona og platan er góð þótt þetta sé tökulagaplata, þar sem að hún breytir a.m.k. lögunum og mörgum til hins betra.)

Kaiser Chiefs – Employment
(Nokkur frábærlega skemmtileg lög á þessari plötu, en maður fær frekar fljótt leið á henni. Það hafa pottþétt allir heyrt lög eins og ‘I predict a riot’ og ‘Everyday I love you less and less’ sem eru mjög góð lög. Britpoppið er komið aftur og hver elskar ekki britpop? :D )

The Magic Numbers - The Magic Numbers
(Falleg og sæt sumarplata og frábær fyrsta plata þessarar ófríðu hljómsveitar. Ein af allra bestu plötum þessa árs.)

Mars Volta – Frances The Mute
(Úff hvað skal segja? Alls ekki jafn góð og De-Loused en samt ágætis stykki. Full mikið af fulllöngum sólóum(10 mínútna sóló hér, hálftíma sóló þar). Nokkur góð lög, eða brot úr lögum en svo er of mikið af artý fartý sjitti fyrir einn mann að þola.

Maximo Park – A certain trigger
(Ein af þessum ungu bresku sveitum sem ég býst við miklu af í framtíðinni. Örugglega hressasta plata ársins með ekta breskum hreim, gríðarlega grípandi lögum og já, geggjuð plata bara.)

The New Pornographers – Twin cinema
(Titillagið er eitt af þremur bestu lögum ársins, hin lögin eru góð en ná því miður ekki sömu hæðum og það lag. Hef trú á þessari hljómsveit.)

Oasis – Don’t Believe The Truth
(öhhh…já. Oasis eru búnir að semja sama lagið hva, 150 sinnum? En samt nokkur góð lög þarna og mér finnst ‘The importance of being idle’ vera rosalegt lag, enda fell ég alltaf fyrir svona raddbreytingum :P )

Paul McCartney – Chaos and creation in the backyard
(Ágætis plata en ekki mikið meira. Kannski býst maður við of miklu frá meistara Macca en þarna má þó finna nokkur grípandi hress og skemmtileg lög.)

Sigur Rós – Takk
(Góð plata punktur.)

Sufjan Stevens – Illinois
(Hugljúf og spes plata frá manni sem ætlar að semja plötu um öll fylki bandaríkjanna. Held hann sé kominn með tvö fylki og í millitíðinni er hann búinn að gefa út tvær plötur sem eru ekki hluta af því prógrammi. Semsagt, maðurinn er kolklikkaður en samt frábær plata sem ég var þó nokkuð lengi að meðtaka en þegar hún var komin inn í hausinn á mér vill hún ekkert þaðan út.)

System of a down – Mezmerize
(Mikið var ég glaður að heyra að SOAD höfðu ekki alveg staðnað, en þeir voru farnir að sigla hægt og rólega í átt til stöðnunar. En platan er frábær og hún hékk í spilaranum ófá skiptin í sumar.)

System of a down – Hypnotize
(Vonbrigði ársins að mínu mati og jafnast ekkert á við Mezmerize.)

Weezer – Make Believe
(Hin vonbrigði ársins. Tvö af verstu lögum ársins má finna á þessari plötu, hin geysipirrandi ‘Beverly Hills’ og ‘We are all on drugs’. Ég las að hljómsveitin væri hugsanlega að hætta, og ég held það væri ekki óvitlaust hjá þeim að gera það á þessum tímapunkti. Þeir mega þó eiga það að ‘Perfect situation’ er gott lag.

White Stripes – Get behind me Satan
(Góð plata og sérstaklega finnst mér lagið ‘Take, take, take’ skemmtilegt. Með bestu plötum White Stripes.)

————
Niðurstaða:
Besta plata ársins: Clap your hands say yeah

Næstbestar: Magic numbers, A certain trigger, Mezmerize, You could have it so much better og Mörgæsaplatan.

Vonbrigðin: Make believe, Hypnotize, Mars Volta.

Kom á óvart: Bubbi

Kom ekki á óvart: Oasis(same old same old)

——–
Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst þessar plötur, hvaða plötur þið mynduð velja sem bestu plötur þessa árs og