Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skott
skott Notandi frá fornöld 46 ára kvenmaður
152 stig

Re: Sjálfselskt stjúpforeldri?

í Börnin okkar fyrir 15 árum, 12 mánuðum
ég er alveg sammála þér. Í æsku þá unnu mínir foreldrar mikið til að halda okkur systkynunum uppi og ég dag skil ég af hverju stundum var sagt nei við einhverju sem maður var að “rella” um. Þú móðgaðir mig ekkert, gott að fá svör. Í rauninni er þetta kannski spurning um að sætta sig við þetta… sætta er kannski ljótt orð því ég á frábæran kærasta og orðin rík af tveim börnum sem eru yndisleg. Nú hætti ég þessu væli… :0)

Re: Sjálfselskt stjúpforeldri?

í Börnin okkar fyrir 16 árum
Við erum búin að fara í bankann aftur og aftur og nú er þetta komið í mjög fastar skorður og það má varla við því að eitthvað auka komi uppá. Til þess að svara Benidikt þá hef ég bara eitt að segja: Ég vinn svakalega mikið oft er ég með 300 hundruð tíma á mánuði en minn kærasti getur ekki skilað nema í mesta lagi 190. Það er bara ekki í boði! Þess vegna finnst mér þetta ótrúlega ósanngjarnt!

Re: Sjálfselskt stjúpforeldri?

í Börnin okkar fyrir 16 árum
Hann veit hversu mikið ég hugsa um þetta en ég reyni líka að setja mig í hans spor. Það væri ömurlegt að vera dömpað eingöngu vegna peningavandræða! Við töluðum um þetta síðast í gær og hann spyr stundum hvort hann eigi bara að gera sig gjaldþrota en það er ekki lausnin. Það er auðvitað mjög erfitt fyrir hann að neita barninu sínu að koma en það er heldur ekki gott að leyfa því að koma og geta svo ekki séð fyrir því. Þetta leysist á endanum, ég hef enga trú á öðru. Ég hef verið í sambandi...

Re: grimmt

í Kettir fyrir 16 árum
Mér finnst að það ætti að taka upp sektarkerfi fyrir svona lið sem getur ekki séð sóma sinn í að hugsa um dýrin sín. Hvað þá fólk sem að kaupir “sérstakar tegundir” og skilur það svo bara eftir einhverstaðar. Maður hefði haldið að ef fólk kaupir gæludýr að það myndi hugsa betur um það en nei… ekki fólk sem skeinir sig á peningum. Ekki misskilja mig, dýr sem fást gefins og dýr sem eru keypt skipta jafn miklu máli fyrir mér. Ef þú færð þér gæludýr, hvort sem það er fluga eða hestur, áttu að...

Re: Kisur og mæður

í Kettir fyrir 16 árum
Mér finnst þessi umræða vera rugl og þvæla um að losa sig við ketti (fjölskyldumeðlim) þegar barn fæðist í fjölskylduna! Það getur verið skaðlegt fyrir konur á meðan óléttu stendur að þrífa kattakassann en að öðru leyti er kötturinn ekki mesta ógn barnsins á heimilinu. Ég held að þetta tal um “ofur” hreinlæti í kringum börn sé gengið út í öfgar. Hér áður fyrr, þar á meðal ég, át maður sand og þar með talið óæskilegt meðlæti úr sandkassanum, óð polla og bjó til drullusúpur og hafði gaman af....

Re: Stóru Kattardýrin - Skynfæri

í Kettir fyrir 16 árum, 5 mánuðum
En engu að síður gott framlag. Þar sem þú talar um jakopsen líffærið og kettirnir opna munninn í nokkrar sekúndur til þess að lykta extra vel… Þeir verða mjög undarlegir eftir að hafa fundið einhverja nýja lykt og standa svo með opinn munninn til að vista lyktina, algjör krútt!

Re: Mitsubishi L300´88 til sölu!

í Bílar fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Jæja… er enginn sem vill fá sér þennan trausta og rúmgóða bíl??? Fæst fyrir 70þúsund sem er gjafaverð miðað við aldur og fyrri störf :0)

Re: Skyldulesning :)

í Kettir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég væri til í að lesa um ýmsar kattategundir. T.d. vera með tegund mánaðarins. Auðvitað eiga svo stóru kattardýrin að vera með líka, Ljón, Tígrisdýr, Púmur og fleiri… bara hugmynd!

Re: Vantar heimasíðu?!

í Netið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
já akkurat!!! :0) T.d. á dýraland.is er hægt að breyta stemmningunni á síðunni með einum takka og það er eitthvað sem er helv.. gott. En ég vil helst halda kisur.tk léninu en fá nýtt útlit og vil ekki enda sem kerra aftaní dýralandi. Ég veit ekki alveg hvað þetta heitir sem ég er með núna en það er mikið unnið í html og er ég nokkuð sleip í því en ég veit að það er hægt að hafa þetta miklu auðveldara. Sérstaklega þarf ég að hafa aðgengilegt myndaalbúm, það sem ég er með núna þarf ég að setja...

Re: Abyssiniukettlingar til sölu!

í Kettir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Kannski finnst þér það mikið en ekki þegar þú sérð og upplifir persónuleikann. Það er alveg öruggt að þú fáir kelinn, skemmtilegan og fjörugan kött þegar þú kaupir hreinræktaðan Abykött. Gelding kostar 10.000kr, ættbók 5000kr, bólusetning, ormahreinsun, heilsufarskoðun og örmerking kostar 7000kr. Þá ertu strax komin uppí 22.000kr. Þá eigum við eftir að taka inn í reikninginn mat, sand og umhirðu. Kannski þarf ég heldur ekki að segja þér frá því að ég flutti inn foreldra þeirra frá Danmörku...

Re: Abyssiniukettlingar til sölu!

í Kettir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þeir kosta 60.000kr með bólusetningu, ormahreinsun, örmerkingu, ættbók og geldingu. kv. Skott

Re: Reykjavik rocks ?

í Rokk fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég er búin að kaupa miða á Darkness, að sjálfsögðu, bestir í heimi. Ef þið vitið ekki hverjir þeir eru þá er skylda að fara út í búð núna og versla bæði gamla og nýja diskinn sem þeir gáfu út fyrir stuttu. Eitt kvöld kostar 5900 í stúku en svo þurfa þeir endilega að klína einhverju miðagjaldi á þetta sem er 490kr…??? Rosalega er pappírinn orðinn dýr í dag :0/ En maður heldur bara áfram að beygja sig fram og borgar bara uppsett verð, ekki stolt af því ennnnnn þetta er jú DARKNESS!

Re: Vantar kettling fyrir jól!

í Kettir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ertu að leita að gefins kettlingi eða…? Ég er með æðislega Aby-læðu til sölu. Kíktu á heimasíðuna hjá mér www.kisur.tk. Skott.

Re: Kattasýning Kynjakatta

í Kettir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
já Húskettir eru alveg jafn velkomnir og hreinræktaðir kettir. Það eru veitt verðlaun fyrir fallegasta Húsköttinn og hann hlýtur bikar, matarverðlaun og margt fleira. Svo er líka bara svo gaman að vita hvað dómararnir segja um kisuna sína, hvort hún sé í góðu formi og heilsan sé góð. kær kveðja Skott.

Re: Kettir í bandi !

í Kettir fyrir 20 árum
Ertu í alvörunni að líkja köttum og mönnum saman??? :0) Kettir eru gæludýr sem eru óvitar. Þeir hafa ekki hugmynd um að ef þeir skíta í næsta sandkassa komi barn þangað 10 mínútum seinna að leika sér, þá myndu þeir sennilega skíta í þar til gerð almenningskattarklósett. :0) En að öllu gamni slepptu þarf að skoða aðeins kattarmálin hér í höfuðborginni. Það er alltof mikið af ógeldum læðum sem eiga kettlinga hvað eftir annað og þeir enda sitt líf (margir) uppi á dýraspítala! Mér finnst að fólk...

Re: Kettir í bandi !

í Kettir fyrir 20 árum
Ég er með Abyssiniuketti og samkvæmt “reglunni” eru þeir innikettir en geta alveg verið úti. Ég hef vanið mínar kisur á að vera í bandi og það er EKKERT MÁL! Þeir sem að segja að það gangi ekki upp eiga bara að prófa… Ég vandi meira að segja fress sem var orðinn tæplega 2 ára og gekk laus á beisli og hann stendur sig eins vel og vel þjálfaður hundur. Auðvitað er best að venja þá við þegar þeir eru kettlingar en það er allt hægt. Vissu þið að 80% katta enda líf sitt undir hjólbarða??? Ég vil...

Re: Blóm eru stórhættuleg!

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Takk fyrir gott boð en það er aldeilis búið að fjölga í kisufjölskyldunni hjá mér eftir að þetta gerðist. Ég ákvað að leyfa Kleópötru (systir Cesars) að eignast kettlinga og fann fress handa henni í Hveragerði. Það endaði á því að ég keypti fressinn og þau eignuðust 3 kettlinga en tveim vantar heimili. Ég ákvað uppfrá þessu að fara rækta Abyssiniukisur og gengur bara mjög vel. Ég stefni á að flytja inn nýtt blóð á næsta ári og bæta við ræktunina. Ef ykkur langar í aðra hvora systurina hafið...

Re: Aumingja kötturinn minn:(

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Skammtaðu honum mat!!! og það vantar líka að aga hann aðeins til ef hann kemst alltaf upp með að éta matinn frá Brælu! Þeir verða bara að éta í sitthvoru lagi ef að hann hlýðir ekki. Ég er nokkuð viss um að vindgangurinn komi útaf því að hann étur alltof mikið… Þú verður að aga kettina þína alveg frá byrjun, það er erfitt að kenna þeim þegar þeir eru orðnir gamlir og þrjóskir :0)

Re: Kisa mín til dýralæknis...

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég vona að aðgerðin hafi tekist vel og kisinn þinn er að ná sér eftir svæfinguna. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með gangi mála?! baráttukveðjur til ykkar!

Re: Víðidalur!

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það getur ekki verið að það hafi verið í Garðabæ, þeir eru alveg frábærir!

Re: Úrslit úr kynjakattasýningunni!?!

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
ó.. nei ekkert að gerast á þeirri síðu! :0(

Re: Haustsýning kynjakatta

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ekki gleyma Abyssiniukisunum.. ég kem með tvær, ógeldann fress og Gabríel sem er geldur 8 mánaða og ýkt sætur “unglingur”. hlakka svo til… þetta er mjög gaman og fljótt að líða að helgin er bara búin áður en maður veit af. skott. p.s. heimasíðan mín er: www.kisur.tk

Re: Er ein kisa betri en önnur?

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú segir eitthvað og dregur svo í land… ég er alveg hætt að botna í þessu og nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta umræðuefni. Hefur þú aldrei pælt í því að sumir (eins og ég) rækta ketti því það er gaman!!! kæææær kveðja Skott.

Re: Er ein kisa betri en önnur?

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Auðvitað geta hreinræktaðir kettir fengið sjúkdóma eins og aðrir kettir. Einhver talar um að systkyni fara uppá hvert annað þegar það er verið að rækta… ÞÁ ER ÞAÐ EKKI GÓÐ RÆKTUN! Til þess eru ættbækurnar, þá getur þú séð langt aftur í ættir hvaðan kettlingurinn kemur. Ég skil ekki alveg afhverju þú líkir þessu við snobb?!? *Þeir sem að kaupa persa vita að þeir þurfa að kemba þeim á hverjum degi og líka að þeir sofa 18 tíma á dag. *Þeir sem kaupa skógarketti vita að þeir þurfa að hreyfa sig...

Re: Abyssiniu eigendur!

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég held að þú ert nú ekki með á nótunum… Ég á eina læðu og einn fress!!! Það er engin fjöldaframleiðsla í gangi hjá mér. Mér finnst nú aðeins of gróft að líkja mér við Dalsmynni sem er með 200 hunda! Svo langar mér að benda þér á eitt að fólk sem að kaupir gæludýrin sín, hugsar miklu betur um þau og leggur meira í þau. Þegar þú kaupir hreinræktuð dýr getur þú gengið að persónuleikanum vísum og þú veist við hverju á að búast. Ég er alls ekki að setja út á góða heimilsköttinn sem er alveg...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok