Nú fer hver að verða síðastur að skrá “kisukeppendur” á sýninguna í október en skilafrestur umsókna er 10. september. Við hvetjum alla til þess að taka þátt því þetta er hápunkturinn hjá kisusjúklingum á árinu. Þarna verða allt að 15 tegundir af kisum og fullt af skemmtilegu fólki að kynnast. Látið þetta endilega fréttast svo við sjáum sem flesta og sýningin verði bæði stór og flott og munið… ÞVÍ FLEIRI ÞVÍ BETRA! :0)

Undanfarin ár hefur verið góð þátttaka en það er alltaf gaman að bæta nýjum í hópinn. Það eru veitt verðlaun fyrir hina ýmsu flokka báða dagana og er til mikils að vinna. Á síðustu sýningu sem var í maí 2004 var valið fallegasta búrið og var það Inga Lind, sjónvarpskona með meiru, sem valdi það.

Í ár verður örugglega einhverjar nýungar og nokkrar gæludýrabúðir verða á staðnum með vörur sínar og bjóða þær á verulegum aflslætti.

Vonast til þess að sjá sem flesta, frekari upplýsingar á www.kynjakettir.is

Þórunn vefstjóri kynjakatta.