Í stuttu máli er mín reynsla svona:
Sjálf er ég barnlaus og kynntist manni sem á 2 börn. Sambandið er alveg frábært og ég hef aldrei verið ástfangnari og hamingjusamari.

Málið er hins vegar það, eftir því sem líður á sambandið kemst ég að því að hann er stórskuldugur. Bæði í meðlög og lán vegna þess hve eftirlátur hann var við sínar barnsmæður.

Í dag lifum við á 22.000kr á viku, börnin koma að sjálfsögðu aðra hvora helgi en það yngra er hjá okkur 10 daga í mánuði.

Nú er svo komið að unglingnum langar að koma og búa hjá okkur. Auðvitað bætist þá við 18000kr á mánuði sem meðlag frá móður sem gerir 26.500kr samtals á viku fyrir 3 persónur.

Núverandi ástand dugar eingöngu fyrir nauðsynjum og bensíni og þessháttar. Ég kaupi aldrei föt og við förum kannski af og til í bíó. Ég er með hærri laun en kærastinn og af hans launum fara alltaf 120.000kr á mánuði í fyrrverandi lán og meðlög. Ef ég væri ein væri ég samt með 25.000kr á viku til þess að hafa ofaní mig eina, og það er nú nokkuð gott. Inní þessu tek ég líka á mig lán sem við tókum saman fyrr á árinu!

Er rangt af mér að hugsa að ég geti ekki “fórnað” mér meira fyrir hans fortíð peningalega séð, ef að unglingurinn vill flytja inn?

Ég elska þennan mann og börnin hans eru yndisleg en hvað er hægt að ganga langt?

Ef hann væri einn og væri að borga þetta plús leigu, þá ætti hann ekki fyrir mat og nauðsynjum fyrir sjálfan sig!

Er þetta sjálselska í mér? Á ég bara að hugsa að kannski eftir 10 ár get ég keypt mér gallabuxur?

Hvað finnst ykkur?