Hér á eftir fer hugrenning hjá íslenskri sauðkind. ,,Nei að sjá þetta!´´ hugsaði frú Rollensen með sér. ,,Þetta gras hinum meginn við þennan veg er mikið grænna… þori að veðja að það sé safaríkara og fari betur í maga.´´ Hún fékk vatn í munninn og spýtti út úr sér grasinu sem hún var að tyggja. ,,Ekki dugir að drolla hér, önnur kind gæti komið og étið frá mér allt fína grasið.´´ Með þetta lagði hún af stað yfir veginn. En eins og vill verða þegar það er aðeins hugsað um gras að þá verður...