Nú get ég hreinlega ekki orða bundist.

Í gærkvöldi fór ég og mín fjölskylda út að borða, til að minnast þess að þrjú ár voru liðin síðan amma mín lést úr spænsku veikinni. Við fórum á ónefndan kínverskan veitingastað, sem ég vil ekki nefna hér. Móðir mín pantaði sér kanínukássu í súrsætri sósu, en ég fékk mér sem betur fer bara kaffi og ís þar á eftir.

Móður minni fannst vera eitthvað skrýtið bragð af kanínukássunni sinni. Í einum kjötbita fann hún hár sem hún, að eigin sögn, hélt ekki vera úr kanínu. En hvað um það, málsverðurinn hélt áfram án þess að neinn kippti sér upp við það, enda erum við öll vön matseldinni hjá mömmu.

Þangað til bróðir minn fann hundaól í súpunni sinni merkt “Tryggur”.

Aldrei, aldrei hef ég séð nokkra manneskju æla jafn miklu eins og móðir mín gerði þetta kvöld.

Við drifum okkur úr án þess að kveðja kóng né prest. Þangað fer ég sko ekki aftur nema að ég hafi týnt hundinum mínum.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Þá það finnur
er að þingi kemur
að hann á formælendur fáa.

<i>Hávamál</i></a