Don Rosa Don Rosa er einn af bestu teiknurum Disney fyrirtækisins. Datt í hug að safna saman fróðleik um þann ágæta snilling og skrifa grein um hann. Heimildir eru teknar af síðunni http://www.duckburg.dk/index.shtml og aftan af gömlum Andrésblöðum.


Keno Don Rosa fæddist í Kentucky í Bandaríkjunum þann 29. júní árið 1951. Systir hans var áskrifandi af Andrésblöðunum og Keno var ekki nema smágutti þegar hann fór að hafa gaman af þeim. Um leið og hann var orðinn læs og skrifandi fór hann að búa til smásögur um Andrés. Tímunum saman æfði hann sig í að teikna og það var sérstaklega einn teiknari sem honum fannst gaman að herma eftir en hann hét Carl Barks. Þegar hann var orðinn fullorðinn lengaði hann til að vinna við að gera teiknimyndasögur en faðir hans vildi að sonur hans yrði verkfræðingur eins og hann sjálfur og tæki við fjölskyldufyrirtækinu. Keno fór að vilja föðurs síns en hverja frístund notaði hann til að gera teiknimyndasögur. Þannig gekk þetta í 13 ár en þá var hann búinn að fá nóg. Hann seldi fyrirtækið og árið 1987 fór hann að vinna hjá fyrirtækinu sem gefur út Andrés Önd og hefur unnið þar síðan.

Þegar Don Rosa Býr til sögur um Andrés Önd þá byrjar hann á endinum og vinnur sig svo áfram, mynd fyrir mynd, að miðri sögu og byrjar þá á byrjuninni „Það er alltaf best að vita hvernig sagan endar áður en maður byrjar á byrjuninni“, segir hann.
Hægt er að þekkja margar af sögum hans, ef vel er að gáð, því einhversstaðar á fyrstu síðu er oftast falið orðið D.U.C.K.; Dedicadet To Uncle Carl, en Carl Barks er auðvitað átrúnaðargoð Don Rosa. Önnur leið til að þekkja sögur Don Rosa eru svitadroparnir sem hann teiknar stundum á persónurnar og í sumum sögum hans eru faldir hausar af Mikka mús.
Fyrsta sagan eftir hann í Andrésblöðunum birtist í árslok 1990. Flestar sögur Don Rosa gerast í gamla daga og mikil nákvæmni einkennir sögur hans og teikningar. Landslag og allt umhverfi er teiknað í smáatriðum og hann kynnir sér siði og venjur ýmissa þjóða svo að sögurnar fái dýpri merkingu og séu um leið fræðandi.
Frægustu sögur Don Rosa eru sögurnar um ævi Jóakims, sem spanna tímabilið frá því að Jóakim var ungur og þangað til að hann varð miljónamæringur.

Skondin smáatriði:
-Sögurnar um gullleit Jóakims gerast í Klondike í Kanada. Í þeim má sjá ýmislegt sem raunverulega gerðist þegar gullæðið geysaði í Vesturheimi um þarsíðustu aldamót.
-Sagan „Ferðin til Lillehammer vakti mikla athygli árið 1994 , en þar tók Andrés þátt í vetrarólympíuleukunum. Landslagið í sögunni er dæmigert fyrir Noreg og Don fann uppá frumlegustu uppátækjum t.d. að láta Andrés skrifa stærðfræðiformúlu á skautasvelli.
-Í 1., 2. og 3. tölublaði árið 1995 birtist framhaldssagan um Fjárhirslur Krösusar, sem var fornkonungur í Litlu-Asíu. Þar styðst Don Rosa við raunverulegar sögulegar staðreyndir.