Snilldarþættir, búnir að vera lengi í uppáhaldi hjá mér og það áður en þeir voru sýndir hérlendis. Fáránlegt að tala um að þetta sé bara fyrir 16 ára og yngri, fullt af fólki í eldri kantinum sem hafa gaman að þessu. Þátturinn áðan, shit man varla eftir eins svaðalegu hláturskasti hjá mér eins og þegar “sound effects” atriðið var. Reyndar sammála að Drew Carey sjálfur (gaurinn með gleraugun) er ekkert alltaf rosa fyndinn sjálfur en hinir eru snillingar.