Ég hef verið áskrifandi hjá Símanum(Internet) í nokkur ár, en fyrir u.þ.b 5 árum vorum við áskrifendur hjá “Heimsnet” sem var síðan tekið yfir af Símanum um svipað leiti.

Þegar við fengum okkur fyrst ADSL (Hjá Heimsnet) ákvöddum við okkur að fá okkur 256kb/s tengingu með 1GB download limit fyrir um það bil 3500 kr á mánuð og flott með það, síðan eftir nokkurn tíma þá keypti Síminn Heimsnet og við fluttumst yfir í Símann.

Síðan ákvöddum við okkur að hækka tenginu okkar í 1024kb/s en við sögðum aldrei neitt um að lækka download limitið okkar og reykningurinn varð í kringum 4500 kr sem var fínt.

Síðan fengum við reikning í dag frá símanum þar sem að við erum að borga í kringum 2500 KR fyrir “ADSL” og einhverjar 1320 KR fyrir eitthvað “Internet-tengingu” og ég lít neðar á reikninginn og þar stendur “1870mb yfir í downloadlimit” (man ekki hvernig þetta var orðað) og ég var steinhissa!

Þá var Síminn bara búinn að taka sér það bessaleyfi að minnka downloadlimitið okkar niðrí 100MB án þess að láta okkur vita! Og við þessi 1870MB sem voru yfir þurftum við að borga í kringum 4500kr MEIRA!

Þetta hefði verið í fínu lagi að þessi 870 MB fóru yfir en afhverju breyta þau án þess að ræða við okkur downloadlimitinu? Auðvitað hugsa ég að ég get þá downloadað meira því ég býst við að ég er með 1000MB downloadlimit. En neeei, ég er víst bara með 100MB downloadlimit og verð bara að borga það sem ég fór yfir.

Ég hringdi náttúrulega allveg “snarvitlaus” í símann og þau sögðu að þetta væri allt rétt hjá ÞEIM? Ég sem hélt að kúnninn hefði rétt fyrir sér en það gengur svo sannarlega ekki fyrir hjá Símanum.
Ég vil bara segja að Síminn er með ömurlega þjónustu og ætti ekki að breyta hlutum í internet-tengingu fólks án þess að ræða við það.
Kannski 4500 sýnist ekkert mikið en hvað um næstu 12 mánuði? Á ég bara alltíeinu að downloada minna því þeim finnst það?

Ef þetta hefur komið fyrir einhvern annan endilega segið mér frá þessu.

Já og Síminn takk fyrir þessa “Yndislega” þjónustu ykkar en ég er farinn í annað fyrirtæki.

Eins og pabbi orðaði þetta, hræsnaskapur!

Takk fyrir.