Ég rakst á kvikmyndaganrýni í DV í gær (22.08). Gagnrýnandinn (Hilmar Karlsson) hafði þá brugðið sér á X-men og fjallaði greinin um hana. Þetta var ágæt gagnrýni framan af og hann sagði svona rétt aðeins frá söguþræðinum. En svo sagði hann nákvæmlega hvernig myndin endaði, hann endurtók orðrétt endinn!!! Hvað á það að þýða?? Ég var sem betur fer búin að sjá hana þegar ég las þetta og ég ráðlegg öllum þeim sem ekki hafa séð myndina að halda sig frá þessari umfjöllun í DV, nema þeir vilji vita hvernig myndin endar.
Mér finnst líka að gagnrýnendur ættu að hugsa aðeins um hvað þeir skrifa um svona myndir. Ég persónulega fíla nebbla ekkert að vita hvernig myndir enda áður en ég er byrjuð að horfa á þær og ég efast um að margir aðrir vilji það.