OK ég veit að það er ekkert sérlega skemmtilegt að hlusta á aðra tuða um draumana sína, en mig eiginlega vanntar smá hjálp þannig að ég læt engu að síður flakka.

Það getur vel verið að þessi draumur hafi komið fram áður hér á huga v.þ.a. mér skilst að þetta sé frekar algengur draumur. En here goes:

Mig dreymir svo rosalega oft að ég vakni um miðja nótt í rúminu mínu og verð alveg rosalega hrædd (af ástæðulausu). Ég reyni að kveikja ljósið en það virkar nátturlega ekki og ég verð hreinlega myrkfælin (sem er skrítið v.þ.a. ég er alls ekki myrkfælin). Því reyni ég að stökkva upp úr rúminu og verð að komast út úr herberginu, hvað sem það kostar (e-a hluta vegna). Það er hægara sagt en gert v.þ.a. rúmið mitt heldur mér föstu og þegar ég losna frá því, er e-ð ósýnilegt sem gerir mér erfitt fyrir að komast að dyrunum. Þegar þangað kemur eru þær læstar og ég kemst ekki út og hrekk upp úr svefni. Mig hefur aldrei á ævinni tekist að komast út úr herberginu, Þessi fjölmörgu skipti sem mig hefur dreimt þetta.

Einu sinni þó (nýlega) vaknaði ég um miðja nótt og ætlaði að kveikja ljósið, en það virkaði ekki, þá fattaði ég að þetta væri þessi draumur og vakti sjálfa mig með viljastyrk v.þ.a. mig langaði svo innilega ekki til að fá þennan draum.

Ég veit að þessi draumur hljómar ekkert svo slæmur, en það er alveg hræðilegt að fá hann. (Þeir sam hafa fengið hann vita hvað ég meina).

Ég hef fengið margar kenningar, sú skrítnasta var að einhver væri að reyna að komast inn í mig (eins og hjá miðli) en ég læt það nú alveg eiga sig.

???