12 Monkeys Ekki vera að lesa lengra ef þú hefur ekki séð myndina (þú ættir líka að fara út á næstu leigu og taka hana).

S

P

O

I

L

E

R

?


Frábær mynd, ein sú besta sem gerð hefur verið. Að mínu mati er þetta eina tímaferðalagsmyndin sem er algerlega samkvæm sjálfri sér. Hún gaf líka tveim leikurum tækifæri til að sína annað andlit, Bruce Willis er hjálparvana maður á stað sem hann veit ekkert um og Brad Pitt er stórfyndinn geðsjúklingur sem tengist útrýminu meirihluta mannkynsins.

Ólíkt öðrum tímaferðalagsmyndum þá er myndin ekki um það að fara aftur í tímann til að breyta einhverju enda er það ekki hægt, það myndi skapa þversögn. Markmið tímaferðalagsins er að bjarga framtíðinni, ekki nútíðinni eða fortíðinni.

Persóna Bruce Willis fær að kynnast heiminum eins og hann var áður en vírus eyðir meirihluta mannkyns, sagan snýst öðru fremur um hvernig hann upplifir okkar tíma.

Eins og bestu myndirnar þá er hún endalaust að koma manni á óvart, þú færð alltaf að sjá eitthvað nýtt.

Leikstjórinn er Terry Gilliam.

En spurningin sem hefur brunnið á mér í langann tíma, lifir persóna Bruce Willis að eilífu í hringrás?
<A href="