Nokkrir molar um Mogwai, verðandi Íslandsvini Eins og allir vita sem að fylgjast með eru Mogwai á leiðinni á klakann og eru margir ákveðnir í að fara á Gaukinn þann 14. Marz og hlýða á stórgóða tónlist þessara drengja.
En fyrir þá sem að eru ekki alveg með á nótunum og vilja fá nánari upplýsingar um hljómsveitina get ég sagt að þetta skoska, stórgóða band (sem að fékk nafna sitt af litla, loðna dýrinu úr myndinni Gremlins) segist spila melódíska og á köflum harða tónlist. Meðlimir þessa bands sem að eru Stuart Braithwaite (Gítarleikari og af og til söngvari), Dominic Aitchison bassaleikari, John Cummings (Gítarleikari nr. 2) og trommuleikarinn Martin Bulloch segjast allir vera undir áhrifum frá rokkurunum í Sonic Youth. Þeir hafa gefið út plöturnar Young Team og Come on die young eða Cody og hafa þær báðar fengið frábæra dóma. Vill ég hvetja alla eindregið til að fara í næstu tónlistarverslun og hlýða á þetta stórgóða band og reyna því næst að vera nr.1 til að næla sér í miða á tónleikana (ég veit að ég á eftir að gera það).