Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

qeySuS
qeySuS Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
790 stig

Video af bardögum Gunna og Ingþórs (15 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það þarf að borga fyrir þetta eins og allt í heiminum :) http://www.adrenalinesports.dk/video.asp Þetta eru ekki nema 3$ fyrir að eiga þetta (eða 2$ til að “leigja” í tvo daga). Ég vona að fólk fari ekki að dreifa þessu ólöglega, það væri náttúrulega frábært ef við getum sýnt promoterum að það komi peningur inn frá Íslenskum keppendum líka, þó að fáir af þeim geti farið og séð eventið live.

Hvíl í friði Jeremy Williams (19 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jæja veit ekki alveg hversa mikla þýðingu það hefur að pósta þessu hérna, þar sem ég held að enginn hérna þekkir hann. En Jeremy Williams, BJJ svartbelti, virkilega duglegur MMA keppandi, þjálfarinn minn og góður vinur dó núna í fyrradag (laugardaginn 5 maí). Þetta var einn besti mðaur sem ég hef nokkurn tímann hitt, hann var alltaf vinsamlegur og glaður, var ekkert nema góðvildin uppmáluð. Fyrir utan það að hann er besti þjálfari sem ég hef haft. Afar sjaldgæft að sami maðurinn sé frábær...

Shameless plug! (7 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Heyrðu, ég ætla að vera “That guy” sem póstar video af sjálfum sér fyrst það er svona lítið að gera hérna. Fattaði að ég er búinn að vera eiginlega bara á mjölnis forum'inu síðan það byrjaði og ekkert póstað hérna. En ég var s.s. að keppa í MMA bardaga seinasta Februar (veit, sein að fatta) á móti Christian Jæhger, þetta var amatör bardagi eins og alltaf. Hérna er link á Youtube accountinn minn, þar er bæði fyrsti bardaginn minn á móti Andreas Ahlström (sem er hundleiðinlegur) og þessi frá...

Etiquette á foruminu (9 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Vildi bara aðeins minna fólk á að það er fylgst með þessu forum þó að þetta sé kannski ekki stæðsta áhugamálið á huga. Ég hef ekki mikið þurft að skipta mér af þessu forum þar sem 99% af ykkur sem komið hingað hagið ykkur almennilega en seinustu vikurnar hafa verið leiðindarkomment og stælar í gangi, ég kem því miður oft of seint og þá varla hægt að bjarga þræðinum þannig ég hef látið það standa, en vildi bara segja að ég ætla að taka harðar á svona núna, og tveir notendur hafa verið...

Hvernig gekk spáin? (7 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Jæja hvernig gekk fólki að spá fyrir Pride og UFC? Pride spáin mín gekk eiginlega alveg eftir, en ég hef sjaldan beðið jafn mikilli útreið í UFC o_O Það voru 2 bardagar sem ég var svo gott sem 100% á, ég hafði ekki mikið álit á Frank Mir og Matt Serra, og bjóst við að þeir myndu tapa, ég var næstum búinn að veðja á þá tvo í parley veðmáli en hætti við. Svo tapa þeir báðir svona líka, svo var ég svona 80% á því að Kimo væri mun betri en Shamrock, taldi að Shamrock hefði aldrei verið góður og...

Tæknilegri TKD :) (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Rakst á þessa grein á eðal tækjafrík síðunni www.gizmodo.com <a href="http://www.technologyreview.com/articles/rnb_060204.asp?trk=rnb">http://www.technologyreview.com/articles/rnb_060204.asp?trk=rnb</a> Þetta er basicly verið að sgja frá því að einhver háskóli er búinn að setja sensora í brynjurnar (kannski hjálminn líka? skal ekki segja), til þess að mæla hversu kraftmikið höggið var, og svo eru 3 dómararnir með wireless tæki sem segir þeim hversu kröftugt höggið var. Svona er hægt að koma...

Grein í mogganum (6 álit)

í Box fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bendi fólki á að Friðbjörn Orri Ketilsson framkvæmdarstjóri frjálshyggjufélagssins var að skrifa grein til stuðnings box í mogganum, getið lesið greinina á bls 46 í mogga 24 desember.

Muay Thai keppnin (14 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hvernig fór muay thai keppnin?? var fastur á ættarmóti og komst ekki en er að deyja úr spenningi að vita hvernig fór :o

Judo spurning (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Er engin Judo deild í reykjavík með tíma yfir sumarið? Og ef ekki hvenær byrja þá tímar almennt á veturna? :)

Checkið á Vovchanchyn! (7 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hérna er mynd af Igor Vovchanchyn frá því í gær þegar hann var að vigta sig fyrir keppnina sem var haldin núna í kvöld: http://www.vechtsporten.nl/vechtsportnu/images/artikelen/weging-arena036.jpg OMG! Maðurinn er skorinn! Skilst að hann hafi komið inn sem 98kg sem er 215 pund, MJÖG nálægt 205 punda markinu sem er næsti vigtarflokkur fyrir neðan, væri snilld að sjá Igor VS Vanderlai Silva?!?! Igor VS Tito, Igor VS Liddell, eða í ljósi föstudagsins, Igor VS Couture!!! Þetta býður upp á...

Submission brögð (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Vildi bara benda áhugasömum á að félagi minn frá bandaríkjunum var að opna nýja síðu sem heitir www.subfighter.com og verður með ansi mörg flott submission brögð þar. Eru frekar fá brögð þarna eins og er (enda er þetta varla byrjað) en það eru komin nokkur skemmtileg brögð þarna. Þetta eru allt fjólublá belti undir Chris Brennan sem eru að sýna brögð þarna, Rick Estrada (sá sem sér um síðuna) Alex Serdyukov, Russ Muira, og Adam Lynn (seinustu þrír hafa allir verið að keppa í MMA). Tek það...

Greinar eftir skuggapetur (12 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hann hefur verið að senda inn fullt af greinum hérna (eins og þessa ultimate chain fighting championship, sem ég sendi á korkinn). Ég hef verið að eyða þeim út því þær eru að mínu mati hver öðrum heimskulegri og bara flipp/rugl greinar gerðar til að fá “knee jerk” reaction frá öðrum. En Það er skrítið að vera að ákveða þetta aleinn án þess að neitt “Lýðræði” kemur inn. Þannig ég ætlaði bara að fá svona general feedback hvort að fólk sé ekki almennt sammála um að vera ekki að samþykkja svona...

Vandræði á Íslandsmótinu?? (6 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum
Ég var að heyra að mótið hefði verið stöðvað í miðri keppni, og þá vegna einhverra alvarlegra meiðsla á einhverjum keppanda. Er þetta eitthvað rugl? Var keppnin stöðvuð og ef svo er af hverju, og af það var vegna meiðsla er þetta alvarlegt? Vona að þetta gangi allt vel og meiðslin séu sem minnst.

BJJ seminar? (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum
Var hætt við vegna lítils áhuga á seminar'inu eða hvernig er það? :) Spyr bara því ég hef ekki náð í Salvar og nú er 10 Apríl (dagurinn sem minnst var á í póstinum þegar spurt var um áhuga) kominn og farinn :) Eitthvað info?

Hetja sem ekki var talað um 8. Mars :) (6 álit)

í Box fyrir 21 árum
Einn sem mér fannst lítið talað um eftir keppnina 8. Mars sem mér fannst standa sig frábærlega, var kynnirinn. Ef ég man rétt var kynnirinn frá USA vs Ísland dæminu ekki skemmtilegur, gæti verið að rugla en mig svona minnir það. En mér fannst hann standa sig ótrúlega vel í að halda uppi stemningu og hafa húmor fyrir kvöldinu :) Gæti orðið Michael Buffer Íslands! Allavega! Fannst hann eiga að fá smá props.

Könnunin. (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Svolítið leiðandi spurning, sérstaklega þar sem Muay Thai og MMA er ekki bannað í lögum. Ef Muay Thai er bannað samkvæmt þessum hnefaleikalögum eru ALLAR bardagaíþróttir bannaðar þar sem hnefar eru notaðir. Þar með talið Tae Kwon Do, karate og allt annað.

Myndir úr höllinni? (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú ´sé ég að það er mynd hérna á forsíðunni úr höllinni, er þetta komið á einhverja heimasíðu?

8.Mars, gott og slæmt. (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Til að byrja mér fannst mér þetta brilliant vel að þessu staðið, professional í alla garða og flott útsetning. Boxið, fannst allir standa sig brilliant, Roland Fairweather stóð upp úr. Þvílíkir rosalegir taktar hjá þessum, hinir voru bara mjög agressívir, en þessi var að boxa virkilega vel IMO. En hvað gerðist? Af hverju var restin ekki sýnd? Ég tók eftir því að kameru krewið var að taka þetta upp og vonast ég því til að þetta verði sýnt seinna, en þessir bardagar sem eftir voru voru...

Irma var ekki góð (14 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nema þetta hafi verið eitthvað publicity stunt að láta Hálfdán standa sig svona vel, eða þá að Hálfdán hafi æft einhverja gólfglímu áður, þá tók hann hana alltaf niður, hún veitti enga mótspyrnu, hann náði back mount og front mount og virtist komst fram hjá half guardinu hennar auðeldlega (á að vera erfitt að komast framhjá halfguard ef það eru ekki högg á jörðinn). Hún var reyndar ágæt standandi (var góð að ná clinch og skella inn hnjám) en þetta var hræðilega gólfglíma :) Erica Montoya...

Hver sér um lýsinguna á skjá einum? (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú er búið að vera uppi í horninu vinstra megin á skjá einum að auglýsa boxkvöld á laugardaginn í beinni á skjá einum. Var bara að vellta fyrir mér hver myndi sjá um að lýsa þessu. Núna eru flestir sem tengjast HR væntanlega uppteknir við uppsetninguna í höllinni og halda öllu skipulaginu þar í góðu, og Ómar og Bubbi fastir á Sýn :) Hverjir sjá þá um að lýsa? Og vita þeir eitthvað um Muay Thai/MMA?

Jákvæð umfjöllun (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég bjóst við leiðindarumfjöllun um tilvonandi bardaga, en mér sýnist allir hafa gleymt sér í fjölmiðlafári baugs og Davíðs. Búnar að vera tvær frekar jákvæðar (í versta falli hlutlausar) greinar í fréttablaðinu um Muay Thai. Fagna þessu.

Myndir frá Thunder and Lightning (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sá þetta á heimasíðunni þeirra. Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu: http://photos.msn.co.uk/viewing/album.aspx?m7A!X9U3q6bynoZEhFj0UwqG5eJIhmQQzp11LXR1P1mwtmhJONMeTJtw8vec11erHHQVUqp!vBKh*0nPWeFlWCm*sABkFLwG7kVz9ylRA*JR537WUC5OrA$$ Sá þarna 3 myndir frá bardaganum hans Ingþórs, af einni myndinni af dæma var Ingþór með hann í miklum vandræðum og fékk síðan front kick í sig (væntanlega eitthvað combo upp úr því, skal ekki segja), fann enga mynd af Árna, gæti verið aðs einasta myndin er af...

Einhverjar fréttir af Ingþóri og Árna? (8 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Langar að vita hvað gerðist í englandi :) Unnu þeir? Hvernig var þetta?

Glæsilegt íslenskt orð. (10 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hvernig er stemningn fyrir að taka upp Íslenska þýðingu fyrir MMA? :) Það liggur beint við að nota hina þjálu þýðingu (má segja svona? :P ). “Blandaðar Bardagaíþróttir” eða “Blandaðar Bardagalistir”. Er ekki alltaf stemning á íslandi fyrir nýyrði? :)

Skemmtilega mikil virkni! (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Gaman að sjá hvað það er mikil virkni og mikið að gerast hérna þessa daganna :) Elsta greinin er 4 daga gömul og engin leiðindi í gangi (allir bara í sátt og samlyndi að spjalla). Man í sumar þegar það voru bara svona 2 greinar á mánuði :P Gaman að sjá hvað þetta er allt að taka við sér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok