Jæja veit ekki alveg hversa mikla þýðingu það hefur að pósta þessu hérna, þar sem ég held að enginn hérna þekkir hann.

En Jeremy Williams, BJJ svartbelti, virkilega duglegur MMA keppandi, þjálfarinn minn og góður vinur dó núna í fyrradag (laugardaginn 5 maí).

Þetta var einn besti mðaur sem ég hef nokkurn tímann hitt, hann var alltaf vinsamlegur og glaður, var ekkert nema góðvildin uppmáluð. Fyrir utan það að hann er besti þjálfari sem ég hef haft. Afar sjaldgæft að sami maðurinn sé frábær þjálfari og fighter, en honum tókst það.

Hann keppti í Condors (liðið hans Marco Ruas) liðinu í hinu nýstofnaða IFL , búinn að vera í sjónvarpinu nokkrum sinnum hérna. Keppti tvisvar og vann báða bardagana sína á triangle, á undir 1.5 mínútu bæði skipti (og bæði skipti svæfði hann gaurana algjörlega). Lítið annað að segja, vildi bara skella þessu inn hérna ef einhver skyldi muna eftir honum eða hafa áhuga.

http://www.youtube.com/watch?v=wNiJ2sXyr8o