Til að byrja mér fannst mér þetta brilliant vel að þessu staðið, professional í alla garða og flott útsetning.

Boxið, fannst allir standa sig brilliant, Roland Fairweather stóð upp úr. Þvílíkir rosalegir taktar hjá þessum, hinir voru bara mjög agressívir, en þessi var að boxa virkilega vel IMO.

En hvað gerðist? Af hverju var restin ekki sýnd? Ég tók eftir því að kameru krewið var að taka þetta upp og vonast ég því til að þetta verði sýnt seinna, en þessir bardagar sem eftir voru voru ROSALEGIR; og aldrei jafn mikil stemning og þegar Árni var að taka andstæðinginn sinn í SUNDUR!.

Árni er brilliant og tók hann í gegn, einn enn keppandi frá Pumping Iron keppti í einum af byrjenda bardögunum (Ingþór) og hann stóð sig brilliant vel líka, hinn gaurinn hafði ekkert í hann og hann tók hann í gegn, byrjaði kvöldið vel og kom öllum í salnum í gang.

MMA keppnin varð mér svolítil vonbrigði, báðir gaurarnir voru ágætir keppendur (virtist ekki vera neitt spes í gólfglímu reyndar), en hvað var málið með að láta þá standa upp eftir 10 sec? Algjört rugl og eyðileggur algjörlega fyrir einhverjum sem er betri í gólfglímu, oftast er MJÖG erfitt að ná andstæðing niður, og að vera staðinn upp eftir 10sec er ALLT of lítill tími, rope escapes IMO er líka rugl, þá myndi ég ekki bíða eftir tap heldur bara cranka öll submission hold eins og ég gæti til að skaða andstæðinginn áður en hann lætur bjarga sér með köðlunum.

Allt í allt var þetta brilliant skemmtilegt kvöld, feiti tarfurinn við hliðina á mér öskraði alltof mikið reyndar og var með rasista comment á alla sem voru ekki hvítir. Öskraði á dómarann fyrir að vera sænskan og kallaði svarta dani Kaffibaunir, öskraði svo ræfill á Helga þegar hann ákváð að hætta.

Fyrir utan hann þá skemmti ég mér frábærlega, en ég er ánægður að ég keypti mér miða, væri óhuggulega sár að hafa misst af bæði góðum fyrirbardögum og eftirbardögunum.