Gerði þess ritgerð einhvern tíman í vetur og ákvað að senda hana hingað inn líka. Inngangur Á því herrans ári 1772 setti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode fram reglu. Þessi regla gaf ótrúlega nákvæmar tölur fyrir fjarlægðir reikistjarnanna frá sólu. Reglan er að taka talnarununa 0, 3, 6, 12, 24, 48, …, leggja fjóra við hverja tölu og deila með svo með tíu. Þá sést að útkoman er mjög nálægt raunverulegu fjarlægðinni, eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Reikniformúlan Útkoma...