Vá! Vá! Vá! Þvílíkir tónleikar!
Ég fór á tónleika með hljómsveitinni Dúndurfréttum í gærkvöldi, 26. nóv; sem coverar Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep, og voru þetta Pink Floyd tónleikar. Tilefnið var 10 ára afmæli Dúndurfrétta, taka þeir 4 tónleika í því tilefni; 2 Pink Floyd og 2 með Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep lögum. Þar sem ég vissi ekkert um hvernig þeir væru á tónleikum fór ég með það í hausnum að þeir væru örugglega ekkert sérstakir, en annað kom í ljós.
Ég hefði ekki getað beðið ef betra lagaval, því þeir völdu nánast bara lög sem eru í uppáhaldi hjá mér. Þeir byjuðu tónleikana á mínu uppáhaldslagi, Shine On You Crazy Diamond, og ég var með gæsahúð allan tímann sem það var spilað, og það er ekki stutt. Fyrir hlé voru þeir mest með lög af The Wall, en hann er uppáhaldsdiskurinn minn og var ég brosandi og slefandi yfir þessu, ásamt Time minnir mig og einhverjum öðrum lögum. Þarna áttaði ég mig á því að ég kann ekki næstum því nöfnin á öllum Pink Floyd lögunum, minnið aðeins að bregðast manni.
Svo eftir hlé byrjuðu þeir á tveim lögum af Animals, Pigs On the Wing og Dogs, og hefur hann verið mest spilaðasti diskurinn hjá mér á árinu hugsa ég, þannig að ég var mjög sáttur. Tóku þeir Dogs það vel að ég hallaði mér aftur, lokaði augunum og fílaði mig sem ég væri í alvörunni á Pink Floyd tónleikum. Að því loknu tóku þeir Dark Side Of The Moon syrpu þar sem þeir spiluðu öll nema 2 lög af honum, enda búnir að taka Time og Money, minnir mig.
Þegar ég horfði á þá á sviðinu fannst mér þeir svo flottir; Einar mjög góður gítarleikari og höndlaði flest sólóin mjög vel, Pétur, hef aldrei hlustað á Buff þannig að hann kom mér á óvart, fílaði röddina hans mjög vel. Þegar maður horfði á þá sá maður hvað þeir fíluðu sig sjálfir og skemmtu sér vel, komu með djóka inn á milli, sögðu söguna af því hvernig þeir urðu til og fleiri þannig hluti

Strákarnir í Dúndurfréttum eiga skilið mikið hrós fyrir frábæra tónleika. Ég labbaði út Austurbæ utanvið mig, hugsandi um hvað ég komst nærri því að upplifa Pink Floyd live.