Sælir, ég skrifaði þessa grein fyrst fyrir http://www.mania.stuff.is

Tveggja manna hljómsveitin Death From Above 1979 var stofnuð árið 2001 í Kanada.
Meðlimir hennar eru vinirnir Jesse Keeler og Sebastien Grainger. Þeir gáfu út fyrstu breiðskífu sína árið 2004, You're A Woman, I'm A Machine, en áður en hún kom út höfðu þeir gefið út þrjár smáskífur.
Fyrst Head's Up og kom hún út í desember 2002. Hún inniheldur sex lög en nær samt ekki 15 mínútum í lengd.
Næst kom Romantic Rights EP og á henni eru meðal annars Pull Out og Romantic Rights, sem seinna komu út í breyttri útgáfu á You're A Woman, I'm A Machine.
Blood On Our Hands var sú seinasta áður en þeir gáfu út diskinn og lentu þeir þá í basli með nafnið en útgáfufyrirtæki hét þegar Death From Above, þannig að þeir þurftu að skipta um nafn. Af hverju það var 1979 sem þeir bættu við nafn sitt, svaraði Sebastien svona:
„1979 is the year of my birth,
1979 is the year of off the wall,
1979 is the year of pleasure principle,
1979 is the last year of the last cool decade,
1979 is scratched into my arm,
1979 is scratched into my arm,
1979 is scratched into my fucking arm!“

Þegar You're A Woman, I'm A Machine árið 2004 slógu þeir í gegn og urðu vel þekktir í tónlistarbransanum. Diskurinn raðaði inn fjöldann allan af stjörnudómum, meðal annars 2.5/5 hjá AMG og 8.3/10 hjá Pitchfork Media.
Á milli hans og næstu breiðskífu, Romantic Rights, gáfu þeir út tvo split-vinyl, annar með Metric og hinn með The Futurheads. Einnig gáfu þeir út fjöldan allan af „UK-only“ smáskífum.
Romantic Rights: Remixes & B-Sides kom út í fyrra, eða 2005, og inniheldur hann endurhljóðblandaðar útgáfur af lögum sem þeir höfðu þegar gefið út annaðhvort á smáskífum eða á You're A Woman, I'm A Machine. Meðal þeirra sem tóku þátt í þessu útspili Death From Above voru Josh Homme og MSTRKRFT, hliðarverkefni Jesse Keeler, diskurinn fékk 0.5/10 hjá Pitchfork Media, eða versti diskur ársins 2005 skv. höfundi dómsins, og 2.5/5 hjá AMG.
Að lokum; að tónlistinni sem þeir spila. Þeir eru flokkaðir undir indie hjá AMG en ég er algjörlega ósammála þeirri skilgreiningu. Ég veit ekki hvað á að flokka þá undir en að mínu mati eru þeir hart pönk-rokk.
Aðdáendur sveitarinn hafa eflaust tekið eftir því að á coverum allra smáskífna og breiðskífna sinna, nema einni, er andlitsmynd af þeim með rana framan í sér, að sögn vildu þeir verða jafn áberandi og fílar í stofunni hjá fólki; þess vegna væru þeir með rana framan á sér.