iPod Ég fæ iPod eftir um það bil 5 daga og í því tilefni ætla ég að skrifa grein um iPodinn.

iPod er hægt að fá í fjórum stærðum; 4 (iPod mini), 15, 20 og 40 gígabætum. Þetta eru mjög, MJÖG stórar stærðir - fyrir ykkur sem ekki vita það, hann getur haldið allt að 10.000 lögum eða 4 vikur af tónlist non-stop - miðað við stærð á honum og bara mp3 spilara yfir höfuð, það er hins vegar eitt sem ég er ekki viss á og það er hvort maður látið gögn eins og bíómyndir eða forrit inná hann og notað hann eins og USB lykil.

Það er hægt að gera mjög mikið á honum og kaupa mikið við hann, þar á meðal er dagatal, contact listi, leikir, notes, playlista og vekjaraklukku, að ógleymdri allri tónlisti og aukabúnaðinum. Batteríið í honum dugir í allt að 8 klukkstundir og síðan er hægt að kaupa auka batteríhólf, utanáliggjandi hólf með 4 AA batteríum í sem maður þarf að skipta um sem bæta við 12-15 klukkustunda líftíma iPodsins þannig að þetta er ekki hlaðanlegt batterí.

Aukabúnaðurinn sem hægt er að fá í Poddann er meðal annars; upptökutæki, \“myndakort\” í staðinn fyrir minniskort í digital vélar, FM sendi, hátalarakerfi, bílahleðslu tengi sem maður stingur í kveikjara stæðið í bílnum, batteríhólfið og margt, margt meira.

Með 20og 40 GB iPodunum fyldir Dock eða stöð, það tengi í tölvuna sem hann hleður sig líka með þannig að maður þarf ekki að vera alltaf að skipta á milli hleðslu og gagnaflutnings snúrunni, það er einnig stereo snúra fyrir auðvelda tengingu við hátalara, maður stingur iPodinum einfaldlega í stöðina og getur byrjað að flytja tónlist á milli eða/og hlaðið hann.

Forritið iTunes fylgir með sem maður notar við að flytja lög á milli, en maður getur einnig notað það sem tónlistarforrit eins og Win Amp. Það sem iPodinn getur spilað er AAC, MP3, MP3 VBR, Audible, AIFF, Apple lossless og WAV.

Það er reyndar einn galli, maður þarf að vera annað hvort FireWire eða USB 2.0 tengi sem allir eru ekki með og þarf maður að kaupa það sér í einhverri tölvuverslun, en ef maður er með Windows þarf maður að kaupa USB 2.0 snúruna til að tengja við Dockið sérstaklega frá Apple.

Ég vona að þið njótið greinarinnar og að ég hafi ekki gleymt neinu.