Ég var að gera sögu ritgerð fyrir skólann og valdi viðfangsefnið Woodstock. Ákvað að senda hana líka hingað inn.


UNDIRBÚNINGUR

Þegar Woodstock hófst klukkan 17:07 föstudaginn 15. ágúst 1969 bjóst enginn við því að yfir 400.000 manns myndu sækja hátíðina nema skipuleggjendurnir; John Roberts, 24 ára, Joel Rosenman, 26 ára, Artie Kornfeld, 26 ára og Michael Lang, 24 ára. Þeir sögðu þó við yfirvöld að um 40-50.000 manns myndu mæta, enda hafði fjölmennasta tónlistarhátíð fram að þessu, Miami Pop Festival, verið með 40.000 manns, en einn af skipuleggjendum Woodstock stóð að henni ásamt fleirum.
Eftir að hafa leitað að stað fyrir hátíðina fundu þeir land í bænum Wallkill, en staðurinn sem þeir fundu var í miðju iðnaðarhverfi og voru ekki allir sáttir við það en samþykktu staðinn samt. Eftir að hafa lent í miklu basli við bæjarbúa ákváðu þeir að leita að nýjum stað fyrir hátíðina og fundu stað í bænum Bethel. Þar var mjólkurbóndi að nafni Max Yasgur sem leigði þeim 600 ekrur á 100.000 dollara og að sögn hefðu þeir getað keypt landið fyrir þann pening.
Skipuleggjendurnir voru í erfiðleikum með að fá tónlistarmenn til liðs við sig við að spila á hátíðinni því hljómsveitirnar óttuðust trúverðugleika hátíðarhaldaranna og héldu að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um launin en eftir að þeir fengu The Jefferson Airplane til liðs við sig fyrir ótrúlega 12.000 dollara, því þau voru oftast að spila fyrir 5-6.000 dollara, gekk allt mikið betur og í kjölfarið fylgdu hljómsveitir eins og Creedence Clearwater Revival sem komu fyrir 11,500 dollara, The Who komu fyrir 12,500 dollara og þá fóru hljómsveitirnar að halast inn. Nú var bara að finna hljóðkerfi sem 400.000 manns gætu heyrt í þannig að þeir leituðu til eina mannsins í bænum sem var skráður í The Audio Engineering Society Magazine, Allans Markoff. Hann hélt að þeir væru brjálaðir að láta hann gera hljóðkerfi fyrir hálfa milljón manns því það höfðu aldrei verið haldnir 50.000 manna tónleikar og að „það væri fullmikil bjartsýni að vonast eftir 50.000 manns og hvað þá 100.000 manns, það væri hreint út sagt ómögulegt.” Markoff var skyndilega orðin ábyrgur fyrir hljóðkerfi mikilfenglegustu tónleikum allra tíma. Hann man eftir einu sem einkenndi kerfið og það var að á lægstu stillingu myndu Woodstock hátalararnir myndu valda sársauka fyrir hvern þann sem væri innan 10 feta.
Nú þegar búið var að redda hljóðkerfi, hljómsveitum og svæði undir tónleikana var um að gera að fara að auglýsa hátíðina. Þeir auglýstu í dagblöðum, m.a. í The New York Times, og í útvarpi. Nú var allt að verða klárt.

FÖSTUDAGUR

Á fimmtudagskvöldinu fór fólk að streyma í bæinn og á föstudagsmorgni sást ekkert nema fólk og bílar og olli hátíðin einni mestu umferðarteppu í sögu Bandaríkjanna, þjóðvegur 17B, aðalvegurinn á hátíðina var stíflaður á ríflega 8 mílna kafla þennan daginn og þurfti að flytja tónlistarfólkið á svæðið í þyrlu.
Þegar Lang, einn af hátíðarhöldurunum, vaknaði á föstudagsmorgninum tók eftir að það vantaði eitt. Miðabásana. Um hádegisbil mættu appelsínugulklæddir menn á svæðið og voru með klink box um mittið og spurði Wavy Gravy, aðstoðarmaður skipuleggjanda, þá hvernig í ósköpunum þeir ætluðu að ná miðum af um það bil 200.000 manns og var honum svarað hvað þeir ættu að gera. Hann sagði að eini kosturinn væri að taka niður girðinguna, og það gerðu þeir. Samkvæmt Lang ákváðu þeir aldrei að það yrði ókeypis inná Woodstock en hann ákvað samt sem áður að tilkynna að hér eftir yrði Woodstock ókeypis viðburður.
Fyrsti dagur Woodstock átti að vera þjóðlagadagur og átti Joan Baez að vera aðalnúmerið þann daginn og áttu flytjendur eins og Tim Hardin, Arlo Guthrie, Sweetwater, The Incredible String Band, Ravi Shankar og Bert Sommer að flytja lög líka, en allir voru dreifðir yfir svæðið og sátu föst á Holiday Inn og álíka stöðum útaf umferðarteppunni. Lang og félagar voru að komast í tímaþröng því hátíðin átti að hefjast klukkan 4 þannig að hann þurfti taka mikilvæga ákvörðun, hvort hann ætti að láta Tim Hardin, sem ráfaði um í vímu baksviðs, eða Richie Havens, sem virtist tilbúinn, spila. Hann valdi Havens og byrjaði hátíðin klukkan sjö mínútur yfir fimm. Í hvert skipti sem Havens reyndi að hætta þurfti hann að halda áfram því hin atriðin voru ekki komin á staðinn. Loks eftir 3 tíma spilun lenti herþyrla með tónlistarfólk innanborðs og Havens gat hætt að spila.
Atriðin voru ekki tilbúin og stjórnendur vissu að fólkið yrði eirðarlaust ef tónlistin yrði stoppuð þannig að þeir gripu Country Joe McDonald, létu hann fá kassagítar og hentu honum á sviðið. Eftir að McDonald var búinn að spila komu menn auga á John Sebastian og báðu hann um að spila, hann hafði ekki verið bókaður á hátíðina og að eigin sögn var hann of dópaður til að neita þeim en þetta heppnaðist samt nánast allt vel og spiluðu flestir sem áttu að spila þann daginn.


LAUGARDAGUR

Það var snemma ákveðið að til að hafa áhorfendurna rólega þyrfti tónlistin að vera endalaus, sérstaklega eftir myrkur. Atriðin áttu að byrja klukkan 7 um kvöldið á laugardeginum og halda áfram um nóttina. Þegar fólkið byrjaði að flæða inn breyttist hins vegar planið, þeir ákváðu að atriðin myndu byrja seinna og enda seinna. Meðal þeirra sem spiluðu það kvöld voru Santana, Janis Joplin, The Grateful Dead, Canned Heat og The Who. Skipuleggjendur óttuðust að þegar tónlistin færi hækkandi færi fólkið að verða reiðara en ef það væri ekki nóg tónlist færi það að gera einhvern skaða. Lang og félagar báðu flytjendur að tvöfalda tímann sem þau áttu að spila og flestir samþykktu það. Þetta var stærsti áhorfandafjöldi sögunnar, um 250.000 manns voru þarna þetta kvöld og horfðu á.
Á öðrum degi hátíðarinnar fékk “The Freak Out Tent” sinn fyrsta sjúkling, hann var haldinn ofskynjunum um að allt væri fullt að köngulóm og voru hjúkrunarkonurnar ekki vissar um hvernig átti að lækna það þannig að þær reyndu að róa hann niður með því að tala mjúklega til hans.
Læknarnir höfðu komið með lyf sem hét Thorazine og var andefni við fíkniefnum til að lækna fólk að slæmum sýrutrippum. En fólkinu sem var gefið þetta lenti í því að það hætti á trippinu nánast alveg strax og því var gefið lyfið og leiddi það til langvarandi geðrænna vandamála hjá sumum.
Tjaldinu var skipt niður í 3 hluta, einn var fyrir fólk sem hafði fríkað út á sýrutrippi, einn var fyrir fólk sem hafði skorið sig á löppunum á gleri og öðru drasli og sá þriðji var fyrir fólk sem hafði verið í vímu, laggst niður og starað í sólina, þessi þriðji var sem sagt fyrir fólk með brunasár í augunum.
Janis Joplin, The Who og The Grateful Dead neituðu að spila þegar komið var að þeim og heimtuðu að fá fyrirfram greitt. Skipuleggjendur töluðu þá við bankastjórann í bænum, Charlie Prince, og hann opnaði bankann fyrir þá enda vissi hann að John Roberts hafði lánstraust upp á meira en milljón dollara. Þeir borguðu flytjendunum og spiluðu þau fram í rauða nóttina.

SUNNUDAGUR

Um hádegisbil á sunnudeginum skein sólin skært niður á Bethel og var aðaláhyggjuefnið þá stundina að fólk myndi fá hitaslag og sýndu nokkrir hátíðargestir vott um lungnabólgu eftir tveggja daga rigningu og ætluðu Lang og félagar að sprauta á fólkið úr brunaslöngum en hættu við það því sem betur fer fór að rigna um eftirmiðdaginn en stuttur og öflugur þrumustormur um fimmleytið leiddi til snemmbúins fólksflutnings hjá mörgum.
Sólin var ekki sú eina sem fór hækkandi þann daginn því fólksfjöldinn fór einnig hækkandi og um daginn var opinber tala 450.000 manns samkvæmt lögreglunni, en það var mjög umdeilt, það var talað um allt frá 100.000 til 700.000 manns. En það voru frábær atriði eftir, meðal annars The Band, Joe Cocker, Crosby, Stills & Nash, Ten Years After, Johnny Winter og Jimi Hendrix. Hljómsveitin Iron Butterfly var líka á dagskránni en hætt var við að láta hana spila vegna tónlistarinnar sem hún spilaði, hippa þungarokk, en þeir óttuðust að allt yrði brjálað ef hún myndi stíga á stokk.
Artie Kornfeld, einn skipuleggjandanna, gleypti spítthylki til að halda sér vakandi út hátíðina en það gekk ekki alveg því eftir dálitla stund sá hann vörð, sem var ekki þarna, skjóta úr byssu inn í mannfjöldann. Hann var dópaður í fyrsta skipti og ákvað að fara í sjúkratjaldið til að fá hjálp en þar var hann sprautaður með Thorazine og missti þess vegna af sjálfum Jimi Hendrix en það gengu sögusagnir um að Hendrix hefði haft stutta viðkomu í sjúkratjaldinu, væntanlega vegna of mikillar dópnotkunar en Hendrix var sá síðasti til að flytja atriði, sá 31. í röðinni, en áætlað er að um 320.000 manns hafi farið af svæðinu áður en hann steig á svið.

LOKAORÐ

Mikið tap varð af hátiðinni. Fjárhagsáætlun skipuleggjanda gerði ráð fyrir að hátíðin myndi kosta 400-500.000 dollara en hún fór uppí um tvær og hálfa milljón. Þeir höfðu selt 186.000 miða og grætt á því um 1.3 mi. Miði á einn dag kostaði 6.5 dollara keyptur fyrirfram en hefði átt að kosta 8 dollara ef hann væri keyptur á staðnum og miði á alla hátíðina kostaði 18 dollara í fyrirfram greiðslu og 24 dollara á staðnum.
Á hátíðinni dóu 2 menn, einn unglingur sem lá í svefnpoka sínum sofandi, umkringdur rusli þegar traktor keyrði yfir hann og hins vegar einn úr ofneyslu heróíns en einnig fæddust 2 börn á hátíðinni.
Mikið var búið til af mat á hátíðinni en um 1.300 pund voru flutt inn af mat og þá á eftir að telja upp alla hina sem lögðu sitt af mörkum við að fæða fólkið.
Dóp var ódýrt og auðvelt að redda sér og samkvæmt heimildum reyktu um 90% gestanna marijuana á meðan hátíðinni stóð en skammtur af sýru og meskalín kostaði um 4 dollara og skammtur af marijuana kostaði um 15 dollara. Af öllum þessum sem sóttu hátíðina voru aðeins um 30 manns handteknir á dópforsendum. Þarna sýndi það sig að dóp er slæmt en alls heimsóttu um 400 manns “The Freak Out Tent”.
Langur tími var á milli atriða og var styðsta biðin 40 mínútur en fór hún alveg hátt uppí 120 mínútur. Umferðarteppan fór uppí 17 mílur á þjóðvegi 17B og var meðal gangur fólks um 15 mílur eftir að hafa þurft að skilja bílinn eftir vegna umferðar.
Þegar litli bærinn Bethel fékk heimsókn frá 450.000 manns sameinuðust allir sem sóttu Woodstock-tónlistarhátíðina undir merkjum ástar og friðar og reyndu að skemmta sér eins vel og þau gátu og og það gerðu þau, það sýnir sig í að engin morð voru framin, aðeins 80 kærur voru lagðar fram eftir hátíðina og að lögreglan og eigandi landsins hrósuðu fólkinu fyrir frábæra hegðun.
Woodstock er stórkostlegasta tónlistarhátíð sögunnar. Þrátt fyrir að skipulag hátíðarinnar hafi ekki verið gengið upp með tímasetningar og tónlistarmenn, umferðarteppum og slæmum samgöngum, hellirigningu og drullusvað, lifir hún enn í huga allra þeirra sem þarna komu og líka þeirra sem heyrðu um hana og sá hana í bíómynd. Woodstock-tónlistarhátíðin er af mörgum talin endurspegla hippa-tímabilið og er minnisvarði um lífsstíl og tónlist ungs fólks á sjöunda áratugnum.


HEIMILDASKRÁ