Þetta er mjög misjafnt eftir bílum, oft eins og í þessum nýju getur það verið vandamál þar sem vélarrúmið er oft lítið og milljón hlífar fyrir öllu. Tímareimin lætur allt snúast á réttum tíma og ef hún slitnar þá getur vélin eyðilagst, það er rétt hjá þér. Ég kann reyndar ekki neitt svaka vel að útskýra þetta en þetta segir kannski eitthvað.