Ég lenti í því í rokinu að jólatré fauk í hliðina á bílnum mínum núna áðan. Það sér örlítið á bílsstjórahurðinni, mjög lítið, en samt nóg til þess að ég á eftir að sjá þetta á hverjum degi. Þar að auki sá ekkert á bílnum áður svo þetta er hálffúlt.

En hverjir eru skaðabótaskildir fyrir svona smá tjón. Nú er ekkert hægt að rekja hver átti þetta tré, og Reykjavíkurborg býður uppá þá þjónustu að fólk hendi trjánum á næsta götuhorn og þeir sjái um að hirða tréð.
Ætti ég að tala við Reykjavíkurborg? og hefur einhver lent í svona svipuðu máli?<br><br>OH.
OH.