Sælir/sælar.

Ég man þegar ég var 14-15-16 ára gat ég ekki beðið og skildi ekki af hverju ég mætti ekki keyra (sýnir þroskann)
ÉG svaraði þessari könnun neitandi. Þar er þó ekki nema hálf sagan sögð því mér finnst ekkert að því að 16 ára krakkar keyri.
Mér finnst samt 15 ára of ungt. (ps. ef þú getur ekki beðið fáðu þér skellinöðru, ég gerði það)
Þetta með að 16 ára keyri ætti samt að vera bundið skilyrðum. Einhverskonar æfingarakstur en þyrfti þó ekki foreldra með í för. Ég man hversu erfitt ég átti með að finna lausan tíma hjá foreldrum mínum vegna þess að þau vinna 26 tíma á sólahring.
Mér finnst að 16 ára einstæklingur meigi keyra eftir að löggiltur ökukennari telji hann hæfan í það.
Hann má vera einn í bíl eða með öðrum en þó ekki með jafnöldrum sínum. Þar á ég við á aldrinum 13-22. Þá eru ekki jafn margir til að sýna sér fyrir og ég vænti að viðkomandi verði ábyrgari sem leið til betri bílstjóra.
Með þessu móti geta 16 ára gaurarnir/gellurnar keyrt í skólan, út í búð o.þ.h, en hafa lítið út á rúntinn að gera og spyrna o.s.fv. (reyndar veit ekki alveg með spyrnurnar, mér finnst það skemmtilegast þegar ég er einn :D)

En jæja, ég er hættur að babla um þetta málefni ég bili og gleðileg jól….

Íva