Jæja þá kom að því, loksins kom almennilegur snjór í Reykjavík.

Það var heldur ekki að spyrja að því, nokkrir illa búnir bílar ollu öngþveiti í borginni. Ég skil ekki fólk sem fer að stað í svona færð á bílum með sumardekkjum.

Ég hef oft heyrt þann söng í norðanmönnum að Reykvíkingar kynnu ekki að keyra í snjó. Ég held að getan sé ekki vandamálið.

Vandamálið er að það eru alltof margir (þó þeir séu fáir hlutfallslega) sem keyra um á sumardekkjum allan ársins hring. Það þekkist varla fyrir norðan. Þessi ökumenn eru fyrir öllum hinum og það þarf oft ekki nema einn bíl til að stoppa heila umferðaræð (og þá hundruður/þúsundir bíla um leið).

Ég var stop fyrir aftan einn á Miklubraut áðan, en hann var örugglega á sumardekkjum. Hann náði ekki að taka af stað. Ef ég hefði ekki verið að flýta mér í björgunarleiðangur þá hefði ég nú lánað honum annan endann á spottanum, en fjölskyldan gegnur fyrir….

Þessi hnútur varð þess valdandi að ég fór að hugsa um eitt gamalt mál.

Þannig var að fyrir nokkrum árum var einhver að fárast yfir því í fjölmiðlum að hann hefði beðið jeppamann (ekki björgunarsveitarmann) um að kippa sér upp en jeppamaðurinn hafi sagst gera það fyrir 500 krónur. Sá fasti var mjög hneikslaður á þessu framferði.

Fyrst brá mér og varð svolítið hneikslaður en svo fór ég að hugsa um hverju jeppamaðurinn er að kosta til:

Einhverjir lítrar af bensíni/dísel,
hætta á að brjóta eitthvað,
bíllinn sem dreginn er verður sjálfkrafa á ábyrgð þess sem dregur,
tími sem fer í að draga (en viðkomandi jeppamaður gæti hafa verið að missa úr vinnu og þar af leiðandi tapa pening).

Hann leggur sig því í fjárhagslega áhættu og kostar til pening en sá sem þiggur spottann er hneikslaður á að hann vilji fá eitthvað fyrir þetta (ef þetta hefur verið bensínjeppi þá gæti vel hafa farið nærri 500 krónur í kostnað).

Mér finnst svolítið annað ef jeppamenn fara að leika sér að því að draga menn upp (eins og við höfum örugglega allir gert) og bjóðast til þess, eða þegar sá fasti stoppar jeppa og biður hann um hjálp.

Ég tek það skýrt fram að ég hef aldrei rukkað fyrir það að hjálpa fólki (og ætla mér ekki að gera það, hjálpa alltaf frítt) en ég get ekki séð að viðkomandi jeppamaður hafi verið frekur eða ósanngjarn.

JHG