Þann 16. nóvember n.k. munu bandarísku tónlistarmennirnir Rivulets og Drekka halda tónleika í Hellinum (Tónlistarþróunarmiðstöðinni), nákvæmlega tveimur árum eftir síðustu heimsókn þeirra hingað til lands. Þá spiluðu þeir fyrir fjölda fólks á Grand Rokk ásamt Jessicu Bailiff og Hudson Wayne en að þessu sinni mun undrabarnið Þórir slást með í för. Húsið verður opnað klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 700 krónur.

Ég vil jafnframt benda á heimasíðurnar www.rivulets.net og www.bluesanct.com. Ég mun síðan vera gestur í útvarpsþættinum Karate sunnudaginn 7. nóvember (á X-inu kl. 22:00) og kynna þessa skemmtilegu tónlistarmenn.

takk fyrir,

árni viða