Bandaríski rokkkvartettinn The Dismemberment Plan er á leiðinni til Íslands og mun halda tvenna tónleika, annars vegar á Vídalín við Ingólfstorg þann 18.október og hins vegar í Norðurkjallara MH daginn eftir. Á fyrri tónleikunum munu Ensími og Sofandi einnig spila en á hinum síðari verður upphitun í höndum Mínus og Fídel. Miðaverð er aðeins 1200 krónur.

Nánari upplýsingar á
www.hljomalind.is
eða
www.dismembermentplan.com