Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Auction&Negrosales.

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Meinarðu að sá sem á t.d. íslenska móður og föður frá Kongó tilheyri í rauninni engu landi. Skv. þér er hann þá hvorki íslenskur né eh..Kongóbúi(eða hvað sem þeir kallast).

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það fór einhverra hluta vegna fram hjá mér þegar þú sagðist hafa séð hana leika í Fool for love. Ég hef greinilega verið allt of ákafur í að verja mínar leikkonur;) Annars er smekkur manna á leikurum mjög misjafn og ég til dæmis þoli mjög illa leikaraliðið í spaugstofunni (fyrir utan á sviði)meðan jafnaldra, vinur minn er aðdáandi þeirra. Í sambandi við sýninguna sem þú fórst á, getur það verið að leikararnir séu orðnir þreyttir á leikritinu? Það er ekkert svo langt síðan það var frumsýnt,...

Re: 10.000 BC

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Treystu mér, þú ert betur settari með því að horfa ekki á hana. Ég fór á hana ókeypis…..þvílík mistök…..

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hefði ekki getað útskýrt það betur sjálfur:)

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já, einmitt. Ekkert af þessu fólki var hamingjusamt og allir höfðu risastóra galla. Og líka það að venjulegasta persónan var eiginlega aðalpersónan(Sólveig) en um leið var hún samt sú óvenjulegasta af öllum. Er eitthvað vit í þessu hjá mér? Þú mátt ekki gleyma Lion King. Nýleg en samt ein af þeim betri;)

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já, ég las það einmitt. En ég þurfti því miður að lesa leikskránnna til að fatta hann. Aulinn ég, hehe. Ég býst við að við séum orðin allt of vön því að láta mata okkur með boðskapi. Sbr. allar disney myndirnar sem við ölumst upp við þó að margar séu þær klassískar.

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Alveg sammála með 1. efnisgreinina. En mér fannst Þórunn og Þóra Karítas (ekki katrín hehe) og Guðrún indislegar. Ég dýrka þegar Þórunn leikur þessar snobbaðu, dramatísku gullfallegu en illgjörnu konur sem þrá athyglina stöðugt. Það er eitthvað við það. Mér fannst Þóra frábær. Maður virkilega byrjaði að hata persónuna sem hún lék. Ofdekrað skrímsli eins og höfundurinn lýsti henni. Hún var líka virkilega sannfærandi sem lítil stelpa þó að hún væri kannski örlítið of barnaleg miðað við að hún...

Re: Ofmetnasta kvikmyndin að ykkar mati?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Satt. Ég gæti ekki farið á þær aftur þó að ég fengi borgað fyrir þær.

Re: Ofmetnasta kvikmyndin að ykkar mati?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Eins hjá mér. Fannst myndirnar hans æðislegar fyrir fimm árum en núna…

Re: Tónlistarhúsið

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta hús mun standa tómt mest allan tímann Alls ekki. Tónleikar með S.Í. eru vikulega að meðaltali og er háskólabíó yfirleitt alltaf fullt. Það tekur 1000 manns en tónlistarhúsið mun taka 1800 manns. Ef maður telur svalir og stúkur ekki með tekur það hinsvegar bara 800 manns. Og það er ekki mjög áberandi þegar svalir og stúkur eru tómar. Fyrir skattgreiðendur verður þetta dýrt, ég neita því ekki. En vonandi verður húsið segull á túrista og innan skamms gæti þetta farið að borga sig enda...

Re: Ofmetnasta kvikmyndin að ykkar mati?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Epic movie og date movie fengu reyndar hræðilega dóma frá öllum gagnrýnendum og eru báðar á lista imdb yfir verstu myndir heims. Auk þess hef ég ennþá ekki hitt neinn sem fannst þær góðar. Þannig að ofmetnar eru þær nú ekki.

Re: Ofmetnasta kvikmyndin að ykkar mati?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
300, Transformers, Matrix myndirnar, flestar Mel brooks myndir, Englar Alheimsins. Og enn og aftur: ekki lélegar myndir heldur ofmetnar.

Re: Tónlistarhúsið

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já. Einnig eru fjórar aðrar stórar hljómsveitir bókaðar þar. Þetta verður mjög spennandi ár.

Re: Tónlistarhúsið

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég held að þú hafir rangt fyrir þér. Ég tilheyri þessari nýju kynslóð sem þú ert að tala um og bæði ég og óteljandi aðrir krakkar á mínum aldri hlustum á klassíska tónlist og förum af og til á tónleika með S.Í. Það er ekki eins og salurinn sé alltaf fullur af gömlu fólki heldur sé ég alltaf fólk af öllum aldri þar. Reyndar er meiri fjölbreytni þarna heldur en í leikhúsunum tel ég.

Re: Hver leikur best sitt hlutverk?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Gleymdi líka nokkrum persónum sem hafa komið vel út á hvíta tjaldinu: Snape, McGonagall, Dursleyhjónin í fyrstu myndinni, Lockhard, Lucius malfoy, Fred og Georg í 4. myndinni,

Re: Hver leikur best sitt hlutverk?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Eins og margir eru búnir að segja: hagrit og dumbledore í fyrstu tveim myndunum eru bestir. Báðir eru fullkomnir í hlutverkið og leika frábærlega. Eru báðir vinarlegir og traustvekjandi. Dumbledore í seinni myndunum er svo hræðilegur. Lítill kall sem virðist alltaf vera að missa stjórn á skapinu sínu og sýnir ekki neitt sem kallast traust eða vinsemd.

Re: Götuleikhúsið

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ok. Mér datt það svo sem í hug. Jæja, ég prófa þá bara á næsta ári. En skemmtu þér vel í þessu.

Re: Götuleikhúsið

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hmm..að vinna við að leika…gæti eflaust ekki orðið betra. En já, ég skráði mig og fer í áheyrnarprufuna. Annars veit ég ekki hvort að yfirmennirnir verði allt of hrifnir af því að ég er að fara til Flórída í byrjun sumars. Yfir 17. júni og svoleiðis.

Re: Leikrita- / Greinasamkeppni!

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ójá. Þroskaðri, betur leiknari í heildinni litið, flottari tónlist, betri söguþráður og svo stóð förðunardeildin sig ótrúlega vel að skapa Orlock greifa ásamt Ástu auðvitað.

Re: Leikrita- / Greinasamkeppni!

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Jebb…Ég hef nú verið svolítið duglegur að senda inn greinar upp á síðkastið en þær hafa ekki verið vinsælar:( En yfir í annað. Nosferatu var snilld. Til hamingju með það. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið eitt af betri framhaldsskólaleikritunum í ár. Allavega betra en hið yfirborðskennda “kræ beibí”

Re: Leikrita- / Greinasamkeppni!

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Óhh..ok. Vá hvað er alltaf góð þáttaka hérna.

Re: Tónlistarhúsið

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Jú. Salirnir verða fjórir.

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ok:)

Re: Tónlistarhúsið

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já, og auðvitað spilar hljómburðurinn inn í þetta líka:)

Re: Engisprettur

í Leikhús fyrir 17 árum, 2 mánuðum
En hernig er það? Þú ert í Fjölbrautaskóla Suðurlands, er ekki mikið mál að fara til Reykjavíkur á leikrit þegar þig langar? Ekki það að það sé ekki þess virði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok