Ég fór að spá, hvaða mynd eða myndir finnst ykkur vera hvað mest ofmetnar?
Ég var að horfa á Godfather í fyrsta skiptið um helgina og Guð minn almáttugur, það er ekkert að gerast! Að mínu mati ekki á topp 10 yfir allra bestu myndir heims, það er alveg ljóst. Að sama skapi finnst mér Pulp Fiction vera stórlega ofmetin. Alls ekki eins góð og margur vill vera láta.

En hvað finnst ykkur? Einhverjar virkilega ofmetnar myndir sem þið munið eftir?
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.