Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ornbj
ornbj Notandi frá fornöld 474 stig

Aðför Þorgils skarða í Reykholt (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Aðför Þorgils skarða í Reykholt Eftir Örn H. Bjarnason Inngangur Grös eru að falla, guli liturinn að taka við af þeim græna og tveir hrafnar fljúga í átt til fjalla. Yfir Staðarsveit ríkir kyrrð. Þetta er skömmu fyrir Mikjálsmessu síðla dags þann 25. september árið 1253. Þorgils Böðvarsson, skarði og Þórður Hítnesingur eru að leggja af stað frá Stað á Ölduhrygg ásamt 35 manns. Ferðinni er heitið í Reykholt í Reykholtsdal í Borgarfirði að heimta sjálfdæmi af Agli Sölmundarsyni. Hrossin bryðja...

Apavatnsför árið 1238 (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Apavatnsför árið 1238 Eftir Örn H. Bjarnason Inngangur Gamall maður stendur á hlaðinu á Breiðabólsstað í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hann fylgist með hvar fylking ríðandi manna kemur Bugana upp með Reykjadalsá og hann veit að þarna fer Sturla Sighvatsson. Hann er á leið til fundar við Gissur Þorvaldsson sem býr á Reykjum í Ölfusi. Spurst hefur að þarna fari ekki færri en 360 manns. Sumir eru komnir alla leið vestan af fjörðum, aðrir eru liðsmenn Sturlu úr Dölum og enn aðrir koma með Böðvari...

Sparnaður (1 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sparnaður Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Trabantbíll, það var draumurinn. Ef guð lofaði ætluðu þau hjónin að festa kaup á einum slíkum að vori. En til þess að það gæti orðið að veruleika urðu þau að leggja hart að sér og spara. Það höfðu þau líka gert. Dabbi hafði dregið í við sig um einn og annan óþarfa, var til að mynda kominn ofan í tíu sígarettur á dag og strætisvagna notaði hann ekki nema heim á kvöldin. “Þú hefur bara gott af því að liðka þig,” sagði konan þá sjaldan hann reyndi að...

Ferðir Þórðar kakala (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Reiðleiðir í Sturlungu Ferðir Þórðar kakala 1242-1243 Eftir Örn H. Bjarnason Þórður Sighvatsson kakali (1210 til 1256) var sonur Sighvatar bróðir Snorra Sturlusonar, en Sighvatur og bræður Þórðar voru drepnir í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Þórður er þá staddur í Noregi og er sá atburður síðan hreyfiaflið í lífi hans. Árið 1242 kemur Þórður heim frá Noregi og þá strax hefst barátta hans við að ná þeim völdum, sem hann taldi sig réttborinn til. Það gekk ekki þrautalaust og lenti hann m.a. í...

Heimþrá (5 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Heimþrá Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Þegar Þráinn steig út úr flugvélinni á Akureyri, var í honum óvenju mikil tilhlökkun. Það var engu líkara en hann ætti stefnumót við ástkonu, sem hann hafði ekki séð í langan tíma. Þó var því ekki þannig farið. Hann var eingöngu að koma til fæðingarbæjar síns í stutta heimsókn. Löngunin til þess að fara norður hafði komið skyndilega yfir hann, nánast í miðju skrefi, þegar hann var á gangi niðrí Lækjargötu. Hann hafði verið eitthvað pirraður um...

Óskotsleið að Reynisvatni (4 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Óskotsleið að Reynisvatni Eftir Örn H. Bjarnason Inngangur Á síðustu misserum hafa rannsóknir leitt í ljós, að umgengni við dýr í æsku dragi úr líkum á því að viðkomandi fái t.d. asma. Svo virðist sem ónæmiskerfið þurfi að hafa eitthvað að kljást við. Sömu rannsóknir sýna að tempraður sóðaskapur styrki ónæmiskerfið. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir hestafólk. Ég er ekki með þessu að segja að hestafólk sé upp til hópa sóðar, alls ekki, heldur hitt að hestamennsku fylgir óhjákvæmilega...

Læknastúdentinn (9 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Læknastúdentinn Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Beinagrind-plastbeinagrind í fullri líkamsstærð stóð úti í einu horni herbergisins. Ómar notaði hana í stað herðatrés og hún var alklædd og húfa slútti ofan í augntóftir. Klukkan var orðin átta og hann byrjaði að týna á sig spjarirnar og að sama skapi varð beinagrindin fáklæddari. Að lokum stóð hún þarna kviknakin, að undan skildu húfupottlokinu. Mikið hafði Ómari þótt vænt um þessa beinagrind. Fyrst í stað hafði honum þótt svo innilega vænt um...

Gamlar götur við Elliðaár (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Gamlar götur við Elliðaár Eftir Örn H. Bjarnason Flest alvarleg skakkaföll í lífi fólks byrja í hreinu sakleysi og svo var einnig um mig og mina hrösun. Nánast fyrir tilviljun villtist ég inn á refilstigu örnefnagrúsks. Síðan hef ég varla litið glaðan dag. Þetta atvikaðist þannig, að fyrir rúmum þremur árum álpaðist ég upp á Árbæjarsafn. Þar hitti ég að máli Helga M. Sigurðsson sagnfræðing, en hann hefur í samvinnu við Árna Hjartarson og Reyni Vilhjálmsson skrifað bók um Elliðaárdalinn....

Gamlar götur á Snæfellsnesi (4 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Gamlar götur í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Eftir Örn H. Bjarnason Um nokkurt skeið hefur undirritaður haft áhuga á gömlum reiðleiðum á landinu. Þessi áhugi kviknaði í framhaldi af ferðaslarki á hestum. Fornar götur geyma á margan hátt merka sögu. Hjá Löngufjörum var það t.d. sem Æri-Tobbi vísaði ferðamönnum skakkt til vegar með þessari vísu: Smátt vill ganga smíðið á í smiðjunni þó ég glamri. Þið skulið stefna Eldborg á, undir Þórishamri. Þarna var hins vegar ófært og drukknuðu allir, en...

Tréð (4 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Tréð Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Kristján sat við skrifborðið og kom sér ekki að nokkru verki. Ýmist fiktaði hann við bréfaklemmur eða strengdi rauða teygju milli fingra sér. Í hvítmálaðri gluggakistunni var urmull af svörtum flugum. Ein og ein var að reyna að komast út, en flestar voru dauðar eða þær lágu afvelta á bakinu og mjóir fætur þeirra fálmuðu blindandi út í rykmettaða svækjuna. Þessi dagur yrði erfiður, hugsaði Kristján, ekki tilbreytingarlaus eins og hinir dagar ársins, heldur...

Stardalsleið á Þingvöll (8 álit)

í Hestar fyrir 21 árum
Stardalsleið á Þingvöll Eftir Örn H. Bjarnason Inngangur Í gamla daga var ólæsi notað til að halda fólki í fáfræði og kúga það. Í dag er farið öðruvísi í þetta. Dengt er yfir það slíku ofurmagni upplýsinga, að það veit varla hvað það heitir. Með þetta í huga ætla ég að hafa örnefni í lágmarki í þessari grein, en hún fjallar um gömlu göturnar frá Skeggjastöðum í Mosfellssveit hjá Stardal og áfram Hálsaveg og sem leið liggur um Kjósarheiði á Þingvöll. Ég mun eftir föngum flétta inn í ýmsu...

Gamlar götur-Konungskoman 1907 (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Gamlar götur-Konungskoman árið 1907 Eftir Örn H. Bjarnason Inngangur Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur...

Sjóstakkurinn (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Sjóstakkurinn Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Það var einn sunnudagsmorguninn að Óli hafði vaknað við pískur frammi á gangi. Húsaleigan fyrir júní- og júlímánuð var ógreidd og hjónin sem leigðu honum voru eitthvað að ræða það mál sín í milli. “Láttu hann hafa það óþvegið,” hafði hann heyrt konuna segja og svo var tekið í hurðarhúninn. En dyrnar voru læstar. “Við vitum, að þú ert þarna inni,” sagði kallinn. “Já, ég sé þig í gegnum skráargatið,” sagði konan og Óli lá í hnipri og breiddi sængina...

Gamlar götur í Rangárvallasýslu (14 álit)

í Hestar fyrir 21 árum
Gamlar götur í Rangárvallasýslu Eftir Örn H. Bjarnason Margt hefur verið skrifað um reiðgötur í Rangárvallasýslu alveg frá því í fornöld. Það kann því að virðast að bera í bakkafullan lækinn að gera það enn einu sinni. En til að gera langa sögu stutta, þá hefur mig lengi langað að skrifa yfirlitsgrein um reiðleiðir í Rangárvallasýslu enda farið þar talsvert um á hestum. Fyrir stuttu ætlaði ég svo að gera alvöru úr þessu. Í gegnum tíðina hef ég punktað hjá mér minnisatriði á bréfsnifsi, sem...

Gamlar götur í Vestur-Húnavatnssýslu (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Gamlar götur-Vestur-Húnavatnssýsla Eftir Örn H. Bjarnason Í þessari grein verður leitast við að lýsa gömlum götum í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta verða ekki nákvæmar leiðarlýsingar heldur einungis stiklað á stóru. Reynt verður að gefa nokkra mynd af reiðleiðum eins og þær voru fyrrum og eru á margan hátt enn í dag. Eftir föngum verður fléttað inn í ýmsu sögulegu sem gerðist við þessar fornu götur. Af nógu er að taka í sýslunni enda þar vettvangur margháttaðra umsvifa og átaka, en það er...

Bróðirinn sem lifði (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Bróðirinn sem lifði Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Ari sat í herbergi sínu og loftið þar inni var þungt, blýþungt eins og hugsanir hans. Vorið, sem var að rjála við gluggann, kom honum ekkert við. Hann sat aðeins og starði fram fyrir sig, starði á tómatlitað spahettí í potti, þurrt og ógeðslegt eins og ánamaðkar, sem hafa gleymst í dollu úti í sólskini, starði á mynd af sjálfum sér í opnu vegabréfi. “Þetta er alls ekkert líkt þér,” hafði maðurinn á lögreglustö›inni sagt, er Ari lagði...

Þar sem sprengjurnar féllu (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
(Meginmál) Þar sem sprengjurnar féllu Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Fyrir nokkuð löngu síðan unnu þau saman Gugga og Smári. Hún var talsvert yngri en hann og fyrir tilviljun hittust þau inni á Café Hressó og hún var með kringlóttasta andlit, sem hann hafði nokkru sinni séð. Nú sátu þau þarna andspænis hvort öðru og hún var að segja honum frá því þegar hún 18 ára gömul vann ásamt vinkonu sinni á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. “Það heitir Rigshospitalet,” sagði hún, “og það var nú meira hvað hún...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok