Þetta eru bara koffínhylki. Þú grennist ekkert af að éta bara hylkin, þau eru bara til að hjálpa þér við að rífa þig úr sófanum. Minnir að dagskammturinn af koffíni í þessu sé svipaður og í 25 kaffibollum.
Ljóst olíulaust púður. Slepptu meikinu bara, notaðu kannski góðan hyljara. Kíktu í snyrtivöruverslun eða apótek með góða snyrtivörudeild (mæli með Lyf og heilsu í Kringlunni) og fáðu ráð hjá fagmönnum.
Þetta er sprey sem þú spreyjar á þig á kvöldin áður en þú ferð að sofa, nuddar því svo aðeins inn í húðina og lætur það virka yfir nóttina. Spreyið lyktar eins og leysigeislasprey (sem maður notar til að þrífa glugga), en lyktin fer eftir mínútu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..