Ég setti fyrir stuttu þetta myndband inn á Youtube sem ég tók aðfaranót 30. september í fyrra. Ég leit út um stofugluggann í átt að Vatnsendahæð og tók þá eftir skæru ljósi rétt handan við hæðina vinstra megin við vinstra langbylgjumastrið. Þetta ljós, sem leit út eins og stjarna en var samt margfallt stærri, reis hægt og rólega í þráðbeinni línu upp meðfram mastrinu og svo þegar það var komið upp hálft mastrið þá breytti það um stefnu og fór að færast hægt og rólega til hægri en þá byrjaði ég að taka þetta upp. Síðan um 12 mínútum seinna stöðvaði ég upptökuna þar sem mér fannst ég búinn að taka nóg upp og svo var líka svoldið kalt að hanga svona lengi úti á svölum :P

Svo eitthvað aðeins meira en klukkutíma seinna þá leit ég aftur út að Vatnsendahæð til að sjá hvar ljósið var og þá var það komið alveg lengst til hægri og ennþá í sömu hæð og á sama hraða.

Einhver með hugmynd um hvað þetta er? Kannski bara gervitungl? Einhver fjarlæg pláneta? Geimverur?