Mistök Mistökin í bók 1 - Harry Potter og viskusteinninn

Við vitum að afmæli Harrys er 31. júlí afþví að það er sama dag og það var brotist inn í Gringotts. Í bókinni segist Harry að afmælið hans hafi verið á þriðjudegi, daginn eftir uppáhalds sjónvarpsþátt Dudleys (The Great Humberto). Mistökin eru að 31. júlí 1991 var á miðvikudegi en ekki á þriðjudegi eins og stendur í bókinni.

Á listanum yfir hvað þarf að hafa í Hogwarts stendur 1 töfrasproti tvisvar sinnum. Þetta var leiðrétt fljótt og stendur bara í fyrstu útgáfunni. (örugglega ekki á ísl.).

Þegar Hagrid kom með Harry til Skástrætis í fyrsta skipti heyrði Harry konu segja “Sautján Sikkur fyrir eina únsu (28,35g) af drekalifur, þeir eru brjálaðir.” Hagrid sagði Harry að það væru sautján sikkur í galleoni svo þetta er eins og að segja 100 aurar í staðin fyrir króna.

Þegar Hagrid kom og náði í Harry úr litla kofanum á klettinum, notuðu þeir sama bát og Dursley fjölskyldan notuðu til að komast á klettinn. Hvernig komust þau þá heim aftur?

Harry keypti bókina “Eitt þúsund töfrajurtir og ‘fungi’(veit ekki hvað það þýðir)”, en seinna í bókinni fletti hann uppi í bókinni “Eitt HUNDRAÐ töfrajurtir og ‘fungi’.

Petunia Dursley sagði að Lily hefði komið heim í hverju fríi með vasana fulla af “frog spawn” og breytt tebollum í rottur, en það er ólöglegt. Ef hún gerði þetta heima á mugga-heimilinu sínu yrði hún líklega rekin úr Hogwarts.

Það stóð í bók 1 að Marcus Flint væri á 6. ári. Hann var enn í skólanum í 3 bókinni. Þá hefurhann verið 8 ár í skólanum en nemendur eiga bara að vera 7. Útskýring: Rowling sagði í viðtali “hann þurfti að taka eitt ár aftur!”

Í stóru galdraskákinni var Ron riddari. Seinna sagðist hann þurfa að færast EINN ÁFRAM svo drottningin myndi taka hann og Harry gæti mátað kónginn. Ef hann var riddari, hvernig gat hann þá fært sig einn áfram. Riddarinn fer 2 áfram og einn til hliðar eins og ‘L’.

Í fyrstu bókinni stóð að lífsveigarnar (the Elixir of Life) gerðu hvern sem drekkur þær ódauðlegan, en seinna segir Dumbledore að Flamel myndi deyja ef hann hætti að drekka þær. Ef þær gera mann ódauðlegan ætti maður aldrei að deyja.
———————————————– —————–
Tekið af mugglenet.com

Ég reyndi að þýða þetta eins vel og ég gat en það gæti verið að sumt sé bara í bókinni á ensku.
Svo er ég að þýða meira (úr hinum bókunum).