Það er hérna könnun um dönskukennslú á deiglunni, og mér finnst dönskukennsla frekar tilgangslaus. Kennararnir sem ég hef haft í dönsku segja allir við bekkinn að við gætum aldrei skilið Dani ef við værum í Danmörku því þeir tala svo hratt. Hvers vegna í hel****** er þá verið að kenna okkur dönsku ef hún á aldrei eftir að koma okkur að neinum notum. Ég held að flestir danir skilji ensku. Það er náttúrulega gott að hafa einhvern grunn í norrænu máli, en þá held ég að sænska sé betri, ég hef séð danskar myndir og ég skil ekki orð af því sem þeir segja. Ég hef líka séð sænskar myndir og skil miklu meira í þeim heldur en þeim dönsku. Afhverju er ekki frekar kennt spænska, spænska er annað eða þriðja mest talaða tungumálið í heimi minnir mig, á eftir ensku og kínversku eða eitthvað svoleiðis. Er ekki meira vit í því. Hvað finnst þér??
Takk fyri