Það á ekki að skylda einn né neinn til að læra eitthvað ákveðið tungumál. Innflytjandinn verður að meta það við sjálfan sig hvort það borgi sig að læra tungumálið. Hann veit, t.a.m., að það myndi auka tækifæri hans gífurlega, á öllum sviðum, að læra tungumálið. Ríkið á ekkert að skipta sér af athöfnum einstaklingsins.