Ég hef skipt um hlið í þessu máli oftar en ég hef skipt um nærbuxur, hvar stend ég í dag? ég er farinn að halda þá reglu að gefa það ekki upp, ég les mig til eins mikið og ég get svo ræðst þetta í kjörklefanum.

Þetta er ljótt mál, hræðilegt að þurfa að vera taka svona stóra ákvörðun og ég vona að þeir sem spiluðu með í að stýra landinu í þessa átt finni hvað þeir hafa gert okkur.

Hérna vill ég endilega fá að sjá röksemdir fyrir afstöðu ykkar, og ég vill benda á að hvort sem þið viljið Já eða Nei þá eiga allar skoðanir rétt á sér og hér vill ég að allir hafi tækifæri á að tjá sína skoðun.

Svo segið mér, lesendur góðir, Já eða Nei? Hvers vegna?