Ég mæli með því að þeir sem eru að fara að lesa þetta lesi fyrst :http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16330547 en það er fyrri hluti sögunnar…

Harry og Ron voru niðri að borða morgunmat.
“Segðu mér nánar frá draumnum Harry”, sagði Ron forvitinn.
-“Sko”, sagði Harry. “Mig dreymdi að ég væri með þér að skoða skólann og að við fyndum leyniingang á 4. hæð. Við löbbuðum saman inn en þá fór mig að logsvíða í örinu og þá sá ég hann”.
“Hvern”? spurði Ron spenntur.
-“Voldemort”, sagði Harry.
Ron kypptist við.
-“Æi fyrirgefðu”, sagði Harry. “Ég er bara orðinn hundleiður á því að kalla hann alkltaf ”þú veist hvern“.
”Já ég skil þig“, sagði Ron.”En hvað gerðist svo“?
-”Hann dró hettu frá manneskju við hliðina á sér og þá sá ég að það væri Hermione. Hann sagði mér að til að hún slyppi lifandi þyrfti ég að ganga til liðs við hann eða deyja. Svo kallaði hann á eitthvern Stuart, nei Steven, og sagði honum að sleppa vitsugunum. Og þá stigu út 3 vitsugur og ég öskraði og þá vaktir þú mig“.
”Ég skil“, sagði Ron. ”Ég veit hvað við gerum“, sagði hann hátt.
-”Hvað“? spurði Harry.
”Við förum upp á 4. hæð og á staðinn sem þú fórst og gáum hvort þessi leyniingangur sé til í alvörunni“.
-”Æi ég veit ekki“, sagði Harry. ”Ef hann er þarna er ég ekki viss um að ég geti tekist á við hann núna“.
”Jú Harry gerðu það“, bað Ron. ”Gerðu það“.
-”Að takast á við Voldemort er ekki eitthvað “Gerðu það”.Þetta er grafalvarlegt mál“.
”Jæja þá“, sagði Ron.
-”Ertu ekki að koma“? spurði Harry.
”Hvert“? spurði Ron hissa.
-”Uuuu, á 4. hæð“, sagði Harry og brosti. ”Ég er viss um að þessi inngangur er ekki þarna en ef hann er þarna fer ég ekki fet þarna inn“.
”Allt í lagi“, sagði Ron og hló.
Þeir fóru inn í heimavist og náðu í sprotana sína. Svo löbbuðu þeir af stað og áður en þeir vissu voru þeir komnir á 4. hæð.

”Hér er það“, sagði Harry. ”Bakvið þessa styttu var svona lítið handfang í veggnum og ef maður togar þar þá opnast inngangurinn“.
”Svalt“, sagði Ron spenntur.
Þeir hjálpuðust að við að ýta styttunni en það gekk heldur illa. En að lokum tókst þeim það.
Þeim brá verulega þegar þeir sáu að handfangið var á veggnum.
”Eigum við Harry“? spurði Ron.
-”Æi ég veit ekki“, sagði Harry og leist ekki vel á þetta.
”Jú kommon“.
-”Allt í lagi“.
Ron ýtti handfanginu niður og þeir urðu virkilega hissa þegar þeir sáu hvað blasti við þegar þeir opnuðu.
Þetta var kústaskápur.
”KÚSTASKÁPUR“, sagði Ron með miklum gremjutón. ”Þetta er vesæll kústaskápur“.
-”Bíddu“, sagði Harry. ”Sérðu takkan þarna? Ég ætla að prófa að ýta.
Það hyerðist mikið brak og kústaskápurinn snérist þannig að Harry og Ron gátu labbað inn sitthvoru megin við hann.
“Lumos”, sagði Ron og það kom örlítið ljós á sprotann hans.
Allt í einu heyrðu þeir fjarlæga rödd kalla: Hjálp!
“Hermione”, sögðu þeir báðir í kór.
Þeir byrjuðu að hlaupa eftir ganginum og Harry byrjaði alltaf að finna meira og meira til í örinu. Allt í einu skiptist gangurinn í tvær áttir.
“Eigum við ekki að halda hópinn frekar en að fara í sitthvora áttina”? spurði Ron.
-“Nei”, sagði Harry. “Ég fer hægra megin og þú ferð vinstra megin”.
“Nei”, vældi Ron.
-“Jú Ron”, sagði Harry og kveikti svo líka ljósið á sínum sprota.
Svo héldu þeir áfram í sitthvora áttina. Skyndilega sá Harry að það voru fullt af myndum á ganginum. Og allt í einu sá hann mynd af….sér.
Hann sá að það stóð eitthvað undir henni:
James Potter, stóð á myndinni.
Þetta var þá pabbi hans, þegar hann var lítill. Og hann var næstum alveg eins og Harry. Svo sá Harry að það var auðvitað ekkert ör á honum.
Harry hélt áfram. Það voru ennþá myndir í röðum á veggjunum en hann hafði ekki tíma til að skoða þær.
Þá heyrði hann það aftur: “HJÁLP”!
Og núna miklu nær. Hann byrjaði að hlaupa og brátt kom hann að stiga. Hann labbaði niður og sá stóra hurð. Það var smá rifa á henni. Hann reyndi að gægjast inn, hann fann til í örinu.
“Komdu bara inn Harry Potter”, heyrði hann allt í einu.
“VOLDEMORT”, kallaði Harry og rauk inn. Og þarna stóð Voldemort í eigin persónu….og eigin líkama.
Síaðn sá hann það, liggjandi á jörðinni. Það var búið að flá andlit af einhverri manneskju.
“Já það er rétt hjá þér Harry”, sagði Voldemort. “Ég fláði andlitið af hinum grunlausa Steven Ratburry”.
-“Viðbjóðurinn þinn”, sagði Harry titrandi röddu. “Hvað gerðirðu við Hermione”?
“Afhverju ætti ég að segja þér það”?
-“Því ég er einn þeirra tveggja sem eru sterkari en þú”.
“Hvað þá”? öskraði Voldemort. “Dirfist þú telja þig betri galdramann en mig, Harry Potter? Þú varst heppinn áður fyrr en þú skalt ekki verða jafnheppinn núna”.
Voldemort dró upp töfrasprota.
“Crucio”, öskraði Voldemort og gneistar skutust úr sprotanum hans.
Harry rétt náði að víkja frá og kallaði: “Avada Kedavra”.
Gneistarnir úr sprota hans hittu beint í Voldemort svo hann hneig niður en var ekki alveg dauður.
“Harry Potter”, sagði hann veikri röddu. “Þú ætlar þó ekki að drepa mig”.
-“Hvar er Hermione”?
“Hún er inni í leyniherbergi bakvið bókahilluna þarna”, sagði Voldemort.
Harry hljóp að bókahillunni og ýtti henni frá með erfiðismunum. En sér til undrunar sá hann að það var ekkert þar bakvið.
Allt í einu heyrðist kallað fyrir aftan hann: “CRUCIO” og Harry hneig niður og gat ekki hreyft sig úr sársauka.
“Heldurðu að þetta yrði svona auðvelt Harry Potter”? spurði Voldemort. “Ég er máttugasti galdramaður heims og bráðum mun ég ná yfir heiminum með hjálp drápara minna. Nú getur þú ákveðið, hvort viltu verða drápari eða ætlarðu að deyja”?
-“Ég….verð…aldrei…með….þér…í….li ði”, stundi Harry.
“Rangt svar”, sagði Voldemort en allt í einu heyrði hann fyrir aftan sig: “Avada Kedavra”.
Voldemort hneig niður.
“Ron”, stundi Harry. “Kláraðu að drepa hann”.
Ron stóð yfir Voldemort og var að fara að gera drápsbölvunina aftur þegar Voldemort stóð skyndilega upp og sagði : “Ég mun síðar ná mér niðri á þér Harry Potter”. Svo sagði hann eitthvað og tilfluttist.
“Harry”, sagði Ron. “Ég fer með þig í sjúkraálmuna”.
“En Hermione”, sagði Harry.
“Ég veit því miður ekki hvar hún er”, sagði Ron dapur.
Ron var að labba með Harry til baka þegar hann tók eftir mynd af Remus Lupin.
Og þá heyrði hann það :“HJÁLP”.
“Auðvitað”, kallaði Ron. “Bakvið myndina”.
Svo rykkti hann myndinni frá og þá sá hann litla hurð rétt hjá sér. Hann opnaði hana með galdri og þar inni sat Hermione.
“Ó Ron”, sagði hún. “Það var eitthver maður sem tók mig og sagðist vinna fyrir ”þú veist hvern“ og svo áður en ég vissi af var búið að loka mig hér inni. Takk fyrir”
“Ekkert að þakka”, sagði Ron. “Ég er glaður að sjá þig, en hjálpaðu mér nú að halda á Harry”.
Og þau hjálpuðust að við að bera hann inn í sjúkraálmuna og þar sá Frú Green um hann, en hún var afleysingarsjúkrakona í eina viku.
Þegar Harry vaknaði sá hann að það var allt í gjöfum í kringum hann. Súkkulaðifroskar, fjöldabragðbaunir og meira að segja nýjar sprengikaremellur frá Weasly bræðrunum.
Hann ákvað að leggja sig aftur en hann gat það ekki. Hann stóð upp og labbaði sjálfur inn í heimavist og var hissa að sjá að enginn var á göngunum.
“Auðvitað”, muldraði hann. “Það er jólafrí”.
Svo þegar hann kom inn í heimavistina brá honum ekki smá.
Þar var borði sem hékk yfir alla heimavistina sem stóð á : “Velkominn aftur Harry” og Ron og Hermione sátu í stólum þarna og föðmuðu hann bæði þegar þau sáu að honum var batnað.
“Það eru tveir dagar eftir af jólafríinu Harry”, sagði Ron. “Þegar þú komst upp í sjúkraálmuna leið yfir þig og þú varst í svefndái í fimm daga. Svo kemur Dumbledore á morgun, hann veit af öllu sem hefur gerst”.
“Þetta var allt þér að þakka Ron”, sagði Harry. “En afhverju birtist þú allt í einu þarna þegar enginn bjóst við þér”?
“Eh”, stamaði Ron. “Þegar ég var búinn að labba smá spöl var ég svo hræddur að ég ákvað að snúa við og fara sömu leið og þú”.
Harry og Hermione hlógu.
“Þú mátt alveg verða svolítið hræddur oftar”, sagði Harry brosandi.



Das end….


Ps. Þegar ég las þetta yfir sá ég að þetta kom soldið út eins og hugmyndin hafi verið fengin úr Harry Potter og leyniklefanum en svo var ekki :)
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.