KR-ingar mættu FH á KR-vellinum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR sigraði FH 2-1. KR var að sigra 1-0 í hálfleik en það var Garðar Jóhannsson sem skoraði markið í fyrri hálfleik á 41. mínútu. Tommy Nielson klúðraði vítaspyrnu á 66. mínútu en tíu mínútum seinna skoraði Guðmundur Sævarsson fyrir FH. Veigar Páll Gunnarsson skoraði svo sigurmark KR á 90. mínútu eftir mjög svo umdeilda aukaspyrnu.

Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, bætti við 4 mínútum en FH-ingum tókst ekki að jafna metin á þeim tíma. Með sigrinum eru KR-ingar komnir í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig en FH-ingar eru í fimmta sæti með 11 stig.

Staðan í Landsbankadeild karla:
1. Fylkir 8 5 1 2 13:6 16
2. Þróttur 8 5 0 3 15:10 15
3. KR 9 4 2 3 10:11 14
4. Grindavík 8 4 0 4 12:14 12
5. FH 9 3 2 4 14:15 11
6. ÍA 8 2 4 2 11:9 10
7. ÍBV 8 3 1 4 12:12 10
8. Valur 8 3 0 5 11:15 9
9. KA 7 2 2 3 9:9 8
10. Fram 7 2 2 3 9:15 8

Kveðja kristinn18