Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er rómantík til??

í Rómantík fyrir 21 árum, 1 mánuði
eru þær það virkilega… pældu aðeins í þessu… ertu í alvöru að segja að það séu jafn fáar góðar stelpur þarna úti eins og góðu strákarnir?? Þá hefurðu greinilega ekki leitað nógu vel… það er frekar sjaldgæft að stelpur sem eiga kærasta og barn leiti sér eitthvað fyrir utan sambandið, eins og svo oft virðist vera (a.m.k. er ég alltaf að lenda í þessu) með suma stráka.

Re: Er rómantík til??

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
váááá hvað ég skil þig… það er nákvæmlega sama dæmið hérna :( Ég held bara að góðir strákar séu “deyjandi tegund”… þessu til sönnunar ætla ég að segja þér, að ég hitti strák um helgina… rosalega klár og sætur og allt það… en það kom á daginn að hann á kærustu og barn :( Anskotinn… það er einfaldlega ekki hægt að finna einhvern með viti á djamminu.. gangi þér vel :) Kv, June

Re: mælt með barsmíðum????

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
gvuð minn góður… þú ert þó ekki að taka mark á þessari mágkonu þinni… hundar eru eins og börn, það þarf að kenna þeim og það tekur tíma - gerist ekki á einni nóttu! Varla færir þú að berja barnið þitt til að kenna því… myndir ekki enda með neitt annað en stórskemmt barn… eða í þessu tilviki hund. Hundar eru yndislegustu dýr í heimi, sjálf er ég búin að eiga tíkina mína í 11 ár, ég lít á hana sem barnið mitt… Ekki taka mark á þessu, þetta er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt lengi! Kv, June

Re: Coldplay verða GEÐVEIKIR !!!

í Popptónlist fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Váááááúúú… þessir tónleikar verða snilldin ein! Ég fór að sjá þá þegar þeir komu síðast og þeir voru rosalega góðir… býst ekki við neinu öðru af þessum snillingum á morgun. Annars er ekki hægt að segja að þeir séu Britpop!! Hafiði hlustað e-ð á britpop???? Britpop er drasl, og því geta Coldplay ekki verið það! Ég held að það sé ekki hægt að lýsa hvernig tónlist þeir spila, það er ekki komið neitt orð yfir hana - áhugasamir komi endilega með tillögur (þ.e.a.s þeir sem virkilega hafa áhuga á...

Re: Fyrsta plata Daysleeper

í Popptónlist fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja krakkar mínir…. Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leyti að mér finnst Daysleeper rosa góðir. … hafiði virkilega lesið eitthvað af þessum textum? Ekkert smá góðir textahöfundar í þessu bandi! Ég held að þeir eigi eftir að þroskast og þróast eftir því sem þeir halda áfram, þetta er nú einu sinni frumraunin þeirra og mér finnst hún SNILLD! Sverrir Bergmann er mjög góður söngvari sama hvað hver segir, hann þarf bara að læra á röddina og beita henni rétt… hversu margir íslenskir...

Re: er aldur afstæður??

í Rómantík fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Kommon.. hvað er málið?!? Hún er BARA 15 ára…. hún er enn í barnaskóla og á eftir að ganga í gegnum svo margt áður en hún nær þér í reynslu… þroskinn getur alveg verið á sama stigi, en hún á eftir að fara í gegnum allann menntaskólann (bestu ár ævi hennar!) Hvernig eru vinkonur hennar?? Ert þú að höndla það að hanga með þeim eða hafa nokkuð samneyti við þær? Og hvað helduru að foreldrarnir segi?? Er nú bara að segja frá þessu af reynslu. Ég sjálf byrjaði með “manni” sem var 25 þegar ég var...

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Vá…. var að horfa á CNN, þetta er rosalegt!!! Hvað eru Palestínumenn að hlakka yfir þessu?? Nú verður allt brjálað, yrði ekki hissa ef það myndi skella á WWIII.

Re: Hvernig gengur hözlið???

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er rosalega misjafnt… en fyrir mig hefur alltaf virkað að þeir eiga ekki að vera of áhugasamir að það jaðar við að vera kæfandi. Augnkontakt getur haft mikið að segja. Reyndu bara að ná því og þá veistu hvort stelpan hafi áhuga á þér eða ekki. Ef hún horfir tilbaka og e.t.v. brosir, þá er þér alveg óhætt að ganga upp að henni og byrja að spjalla. N.B. ekki nota pikköpplínur, það virkar sjaldnast! Hvað varðar ytra útlit, þá finnst mér alltaf meira aðlaðandi að sjá stráka í flottum fötum...

Re: Prófin

í Skóli fyrir 23 árum
Einmitt… eru prófin að fara að byrja hjá þér fyrst núna? Ég er búin að vera í prófum í bráðum 5 vikur…. bara tvö próf eftir og ég er alveg að fara að deyja!!!!! En sem betur fer get ég hlakkað til í endanum á þessum mánuði, því eftir allann þennan erfiða prófalestur ætla ég að djamma og skemmta mér úti á Krít í tvær vikur Uno cerveza, por favor :)

Re: Survivor á Íslandi?

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum
Þetta er alls ekki svo slæm hugmynd :) En ég held að það sé alltof kalt hérna fyrir fólkið…. þau myndu bara frjósa úr kulda! En sáuð þið “hinn Íslenska Survivor” sem FB gerði fyrir PoppTíví?? Þau fóru upp í Heiðmörk eða eitthvað álíka með 6 krakka (3 strákar, 3 stelpur) og þau voru þar í viku…. voru með skrifað handrit handa öllum, það voru þarna “íslensk Colleen” (úr Survivor1) og “íslensk Jenna”… ekkert spes þáttur, en dálítið fyndinn :) Kv, June

Re: Væmnar pikk-up línur...

í Djammið fyrir 23 árum, 1 mánuði
váááá… hversu ekki fyndið er þetta Mal3!!!!!

Re: HÖzzl á djammi vitleysa eda.....

í Djammið fyrir 23 árum, 1 mánuði
híhíhí… “betra er autt rúm en illa skipað” Kv, June

Re: Júróvísjón....

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mér finnst þetta rosalega gott, þeir verða núna að leyfa þetta. Það er ekki hægt að binda hann svona rosalega niður með því að leyfa aðeins söng á íslensku. Maður nær miklu frekar til fólks þegar það veit hvað maður er að syngja um, þ.a.l. fleiri stig :) Hvað varðar þetta blessaða lag…. þá hef ég ekki mikið álit á því… ennþá! EN svoleis var það líka með Selmulagið, mér fannst það ömurlegt fyrst, en svo vandist það með tímanum Gefiði því smá sjens :) Kv. June

Re: Draumar

í Dulspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Veistu, ég myndi ekki vera að æsa mig neitt yfir þessum draumi. Draumar eru undirmeðvitundin að tala við þig. Þ.e.a.s. ef þú ert búin að vera að hugsa mikið um eitthvað ákveðið (t.d. ef þú hefur verið að pæla mikið í “hinum eina sanna”), þá tengist draumurinn þinn líklegast því. Allavegana trúi ég því að draumaprinsinn kemur þegar hann kemur, og þú munt pottþétt taka eftir því! Ekki vera að leita hann uppi, það virðist alltaf vera þannig, að þegar maður er að leita, þá finnur maður ekkert!!...

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Verslósýningin Wake me up befor you go go!

í Skóli fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Moli!!! FARÐU EKKI AÐ GRENJA!!!!!!

Re: Eurovision - in English

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvaða, hvaða, hvaða…. Þetta útvarpsráð getur farið í fúlan pytt for all I care!! Það er rosalega lélegt af þeim að banna að sungið sé á ensku, að lagið verði að vera sungið á íslensku. Með því eru þeir algjörlega að hefta listræna tjáningu höfundarins og söngvarans. Það er þeirra að ákvarða hvort lagið virki betur á íslensku eða ensku! Það eru þeir sem standa undir laginu, þurfa að promóta það, syngja það fyrir framan milljónir manna og standa og falla með því. Það er alltílagi fyrir okkur...

Re: Re: Re: Re: Re: Verslósýningin Wake me up befor you go go

í Skóli fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég ætla að byrja á því að segja ykkur öllum að þessi sýning hjá Versló var pjúral snilld og ekkert annað!!! Þannig er það einmitt alltaf í Versló, flottustu og mest umtöluðustu leikritin, mestu peningarnir o.s.frv. Gerið ykkur bara grein fyrir því að Wake me up… er skrifað fyrir aldurshópinn 15-25 ára og á að höfða til þeirra og til þess lífs sem þau þekkja best. Auðvitað eru menn ekki alltaf sammála um þetta, en almenningurinn í gegnum árin hefur alltaf sagt að sýningarnar hjá Versló séu...

Re: Á að leyfa kjósendum í Flórída að kjósa aftur ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Auðvitað á að leyfa endurkosningu, eða a.m.k. taka tillit til úrslita handtalningarinnar!! Þetta fór allt til fjandans með þessum kosningum, kannski ekki við öðru að búast þar sem þetta kerfi er ótrúlega gamaldags og hallærislegt. Svo eru Bandaríkjamenn alltaf að segja að þeirra aðferðir við að gera hlutina séu réttastir, þeirra land sé best og blablabla…. þetta sýnir þeim einfaldlega að þeir verða að fara að hugsa sinn gang og e.t.v. taka upp nýtt kerfi!! Kveðja june

Re: Könnun á Simpsons hluta Huga.is

í Teiknimyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Við verðum samt sem áður að gera okkur grein fyrir því að Bender er hreinasta snilld…

Re: Veit ekki neitt.....!

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
ó hvað ég skil þig!!!! ég er nákvæmlega eins og þú, virðist vera rosa tilbúin að fara í samband, og svo þegar á hólminn er komið, þá bara blæs ég algerlega köldu á greyið strákinn og þetta deyr í fæðingu! ég er nebblega líka búin að vera að spá í þetta mál, og ég kemst að einni niðustöðu; ég er eitthvað andlega bæld eða eitthvað!! en það gæti líka verið vegna þess að ég hef aðeins einusinni fundið svona “sparks flying” fíling, og það fór rosalega illa, eiginlega hrikalega! og þetta er, held...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok