Tónleikarnir verða geðveikir!!!!
Þeir sem eru að fara á Coldplay tónleikana í næstu viku ættu að fíla þessa grein. Það er nefnilega á útvöldum tónleikum sem Coldplay hefur spilað út gríðarlega flottu spili í sviðsmynd sinni. Hér er um að ræða risaskjái sem auka áhrifamátt tónleikana til muna með þeim myndum sem þar birtast og gera þá að sannkölluðu augnakonfekti fyrir bragðið. Þeir sem hafa séð tónleikaupptökur með Coldplay frá Glastonbury hátíðinni sl. sumar ættu að kannast við umgjörðina.
Ekki var reiknað með að risaskjáirnir yrðu hluti af tónleikum Coldplay í Laugardalshöll 19. desember n.k.
Það er því gaman að segja frá því að strákarnir í Coldplay ákváðu nú nýlega að kasta öllu til hér á Íslandi svo tónleikarnir yrðu sem eftirminnilegastir fyrir jafnt eyru sem augu og risaskjáirnir því á leiðinni til landsins!
Nú sitja fraktflutningsmenn beggja vegna Atlantshafsins sveittir við að undirbúa flutninginn á skjánum til landsins svo íslenskir tónleikagestir geti upplifað þessa einstöku sviðsmynd.
Tónleikarnir verða því ekki síður konfekt fyrir eyrun sem og augun í Laugardalshöllinni 19. des. n.k. þegar Coldplay stíga á stokk!
Nú eru um 500 miðar eftir á tónleikana í Laugardalshöll 19. des. og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða í verslunum Skífunnar.

kv.
Bjössi