Hæ Hæ

Ég er sona aðeins að velta fyrir mér. Systir mannsins míns var hérna hjá okkur í dag. og hundurinn minn er alltaf frekar æstur þegar það koma gestir, reynir að hoppa á það þegar þau koma í heimsókn og svona. Og svo er hann nýbyrjaður á því að fara að reyna mörkin aftur, þ.e.a.s. hann reynir að fresta því að hlýða okkur eins lengi og hann getur og stundum sleppir hann því alveg. Og þegar hún sá það í dag, þá byrjar hún á því að segja; þið þyrftuð bara að taka spítu og lemja hann duglega þá hættir hann þessu. Og við erum náttúrulega ekkert sérstaklega hrifin af því og sögðum bæði nei að við myndum ekki gera það. og hún sagði að það væri stundum það eina sem þýddi, hún er með hvolp sem var alltaf að flækjast fyrir henni inní eldhúsi þegar hún var að elda og það fór í taugarnar á henni og þá sparkaði hún eitt skiptið í hana, og hún þeyttist úr eldhúsinu og hún (tíkin) hefur ekki komið þangað síðan.
en jæja spurningin sem ég ætlaði að spyrja. Hún sagði að hún hitti oft hundaeigendur þegar hún færi að labba með hundinn eins og gengur og gerist. Og margir búnir að fara á námskeið hjá Ástu í Gallerí Voff. og þeir hafa allir sagt við hana að þeir hafi lært að lemja hundinn sinn hjá henni? Er eitthvað til í þessu, þið sem hafið farið með hundana sína til hennar, eða er þetta kjaftæði. Ég var búin að pæla í því lengi að fara með Móza minn þangað en ef hún mælir með að maður lemji hundana þá fer ég eitthvað annað. En allavega er eitthvað til í þessu eða ????

kv.
spotta