Fyrsta plata Daysleeper Fyrsta plata Daysleeper, EveAlice, er komin út.

Daysleeper kom fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn á Hlustendaverðlaunum FM 957 í febrúar á þessu ári þar sem þeir fluttu lagið “Kumbh Mela”. Lagið varð síðan eitt það heitasta á öldum ljósvakans og fór hæst í 2. sæti Íslenska Listans á FM 957 og var 11 vikur á lista. Þetta lag kom þeim á kortið og síðan þá hafa þeir vakið gríðarlega athygli með þægilegri, einlægri og yfirvegaðri spilamennsku og framkomu. Önnur smáskífa þeirra, “Again”, var einn af sumarsmellunum í ár og myndbandið eitt það mestspilaða á PoppTíví. “Again” fór hæst í 10. sæti Íslenska Listans á FM 957 og var 11 vikur á lista.

Þeir komu fram á 6 ára afmæli Undirtóna og á Icelandic Airwaves og fengu frábærar viðtökur.

Myndband við nýja lagið “Come To Me” verður frumsýnt á PoppTíví í byrjun nóvember.

Daysleeper eru:

Söngur: Sverrir Bergmann

Gítar og bakraddir: “V”

Gítar: Buster

Bassi: Bronze

Trommur: Stefanovich

Hljómborð/forritun: Young

Heimasíða Daysleeper er á : www.evealice.com

Björn Þór - bjorn@internet.is