Að vera bergdreyminn,,,
er að dreyma fyrir einhverju sem á eftir að gerast, eða það sem maður á eftir að upplifa af ákveðnum atburðum….

En þegar spurningu er svarað í draumi…en samt svarað þannig að það er talað undir rós…hverju á maður þá að taka mark á? og á maður að taka mark á því sem er sagt við mann í draumi?
Þegar rödd segir manni hvað verða vill…
Mig dreymdi um daginn að ég var að spyrja hvenær ég myndi hitta sálufélaga minn….. svarið var mjög skýrt en pínu óhugnarlegt,,þar sem mér var sagt að ég fengi eitt tækifæri í viðbót…en ekki meir!!!!!!

Hvað er verið að segja….
Vinkona mín vill meina að þetta sé ekki ráð við ástinni…heldur við því sem ætlast er til af mér…
ég eigi að grípa tækifærið í að mennta mig, og gera eitthvað úr lífi mínu,,,,
geti þess vegna beðið í 10 ár eftir sálufélaganum…..

einhver svaraði spurningu minni….einhver vill að ég viti að það er að berast ´mér tækifæri…sem er upp á mér komið að grípa…hvaða tækifæri…?????? veit ég ekki…..

og hvað mikið ég má vera að taka mark á þessu…???? veit ég ekki heldur…..