Ég man bara eftir 3 myndum þar sem ég hef setið stjarfur eftir: Memento, The Usual Suspects og The Shawshank Redemption, og þær eru ábyggilega fleiri, en LotR er ekki ein af þeim. Veisla fyrir auga og eyra og ég fer sko aftur að sjá þetta í janúar, nokkuð sem ég hef aldrei gert í bíó, EN… smá gagnrýni: (Að ég skuli dirfast!) :) Ian McKellen fór á kostum (eins og venjulega) Viggo Mortensen, Elijah Wood, Christhopher Lee og Kate B. stóðu sig líka vel, önnur hlutverk buðu ekki upp á mikla...