Hvað finnst ykkur um þessi mál?

Sjálfur hef ég ekki pælt mikið í þeim en tel hins vegar að þeir aðilar er hyggjast standa fyrir þessum framkvæmdum hafi ekki kynnt þær nógu vel fyrir almenningi.

Hins vegar hef ég heyrt ýmsa aðila segja ýmsa neikvæða hluti um þessa fyrirhuguðu virkjun til dæmis:

Að hún muni hafa slæm áhrif á hreindýrastofna og fuglalíf.
Að hún muni eyða miklu ræktuðu landi.
Að hún yrði aldrei samþykkt í neinu öðru Norðurlandi og að Ísland sé ekkert minna heilagt en hin Norðurlöndin.
Að eftir 300 ár muni vikjunin verða ónothæf sökum aurs.
Og að hér sé fólk flutt inn í stórum stíl sem vinnuafl sökum of framboðs af lausum störfum, svo að framkvæmd þessi komi útlendingum sem langi til að flytjast til Íslands fyrst og fremst vel.

Svo að já eftir að hafa heyrt allt þetta neikvæða tal um þessa fyrirhuguðu virkjun þá get ég ekki sagt að ég sé hlynntur henni.
Davíð, Halldór, Sif og Friðrik segja hana hið besta mál og það getur vel verið að það sé gott og satt en ef svo er því hef ég þá ekki heyrt um jákvæðu áhrifin af þessari virkjun ,það væri nú ekki erfitt fyrir Reyðarál h.f félagið er hyggst hagnast á notkun þessarar virkjunar eða þá stjórnmálamenn er segja þetta hið besta mál að búa e.t.v til eitthvað kynningarmyndband um jákvæðu áhrifin af þessari virkjun og af þessu álveri og greiða Stöð 2, Ríkisjónvarpinu eða Skjá einum fyrir sýningu á því. Ef þetta er svona gott mál því er það þá ekki gert og almenningur róaður og upplýstur svo að hann tali ekki sín á milli einungis um neikvæðu hlutina í þessu máli, er það e.t.v vegna þess að það er alls ekkert jákvætt að upplýsa um???

Jæja ég verð bara að segja eins og er ,ég er á móti þessari virkjun ég hef einungis heyrt neikvæða hluti um hana en enga jákvæða, en hvort ég sé með eða á móti þessari hugmynd skiptir engu máli, ekki fer þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu né nokkuð slíkt og lítið þýðir fyrir mig að standa einn fyrir utan Alþingishúsið, höfuðstöðvar Landsvirkjunar eða skrifstofur Reyðaráls og mótmæla.

Ég þakka fyrir lestur yðar á þessari grein og vonast til þess að heyra skoðanir yðar á þessum málum.