Football Manager 2005

Helstu nýjungar

Nýtt notendaviðmót
Viðmótið í Football Manager verður ólíkt öllu því sem áður hefur komið fram. Flakk á milli glugga verður einfaldara, þar sem kemur fram hvaða upplýsingar er um að ræða og hvernig er hægt að nálgast skyldar upplýsingar. Samræmi milli einstakra hluta leiksins verður meira en áður hefur þekkst: flokkun leikmanna og “filtering” verða virkari á öllum stigum leiksins. Hægt verður að nota tvo glugga í einu og auðveldara verður að breyta útliti og uppsetningu til að það henti hverjum og einum og hægt að geyma uppsetningu hvers og eins sem hægt verður að grípa til hvenær sem er.

Betri leikvél
Eftir mikil og góð samskipti við aðdáendur leiksins og fjölmargar ábendingar hafa starfsmenn Sports Interactive breytt og betrumbætt leikvélina sem nú þegar hefur fengið margs konar verðlaun og viðurkenningar. T.d. verða rúmlega 30 ný svið í upplýsingum um leikmenn, þar með talin nýr fídus sem nefnist “uppáhalds hreyfing”.

Uppfærður gagnagrunnur
Eins og verið hefur hingað til mun gagnagrunnurinn í Football Manager 2005 verða uppfærður og endurnýjaður eins og mögulegt er.

Upplýsingar fyrir og eftir leiki
Stjórar liða fá nú betri og ítarlegri upplýsingar fyrir og eftir leiki, liðsuppstilling, meiðsli, leikkerfi o.fl fyrir leiki og margs konar tölfræði eftir leiki.

Fréttir af landsliðsmönnum
Stjórar fá fréttir af frammistöðu leikmanna í landsleikjum sem gefur betri yfirsýn yfir hvernig leikmenn spila undir pressu og hvernig ferill þeirra þróast.

Bikarfréttir
Úrslit og atburðir í bikarkeppnum tekin saman í fréttahlutanum.

2D klippur frá umboðsmönnum
Umboðsmenn munu senda stjórum “vídeóklippur” af frammistöðu leikmanna til að vekja athygli á þeim með félagaskipti í huga. Þessar klippur verða í 2D-vélinni .

Skýrslur frá þjálfurum um leikmannahópinn
Auk þess að leggja mat á einstaka leikmenn munu þjálfarar leggja mat sitt á hópinn í heild sinni til að auðvelda stjóranum að sjá hvaða stöður og hvað í leik liðsins þarfnast lagfæringar.

Atvinnumiðlun fyrir starfsfólk
Störf utan leikmannahópsins verður hægt að auglýsa í atvinnumiðlun, sem eykur möguleika stjórans að finna þann starfsmann sem liðið vantar.

Starfslokasamningur
Hægt verður að semja við leikmenn, sem ekki eru liðinu nauðsynlegir, um að losa þá undan leikmannasamningum til að lækka launakosnað og hagræða í rekstri liðanna .

Leikmannalán
Samskipti við aðra klúbba um lán á leikmönnum, t.d. til að veita ungum leikmönnum keppnisreynslu verða auðveldari. Einnig býðst að framlengja lánssamninga þegar það á við.

‘Mind games’
Stjórar geta sett fram athugasemdir í fjölmiðla um aðra stjóra. Þessar athugasemdir gætu aukið álag í keppninni um titilinn, í fallslagnum eða í bikarúrslitunum. Einnig verður hægt að kommenta á leikmenn, önnur lið, fjölmiðlamenn og fleiri.

Annað

• Hægt að velja á milli deilda í 43 löndum.
• Rúmlega 140 deildir og meira en 100 bikarkeppnir.
• Varaliðs- og ungmennaliðsdeildir einnig spilanlegar.
• Meira en 235,000 leikmenn og starfsfólk (frá 145 löndum) leikmenn skarta ríflega 120 mismunandi hæfileikum og aðrir starfsmenn með 40.
• 14,000 lið, þar af 3,000 sem hægt era ð stjórna.
• Upplýsinganet sem samanstendur af 2,500 aðilum alls staðar að úr heiminum.
• 2-D (tvívíddarvélin) endurbætt og uppfærð.
• Fleiri og fjölbreyttari leiklýsingar.
• Meiri samskipti við fjölmiðla.
• Endurhannað meiðslakerfi.
• Leitarkerfi(scouting system) endurhannað.
• Fjármál skipulögð í samræmi við nútíma knattspyrnu.
• “Komment” þegar átt er í leikmannasamskiptum við aðra spilara(aðeins í network multi-player game).
• Undir 18 ára landslið einnig með.
• Verðlaun og viðurkenningar meira í samræmi við raunveruleikann.

Skjáskot úr FM 2005

<a href="http://www.simnet.is/snabbi/FM5_startupwindow.jpg“> Nýr valgluggi</a>

<a href=”http://www.simnet.is/snabbi/FM5_playerinfo.jpg“> Upplýsingar um leikmenn</a>

<a href=”http://www.simnet.is/snabbi/FM5_tactics.jpg“> Leikkerfi</a>

<a href=”http://www.simnet.is/snabbi/FM5_cup.jpg">Bikarkeppn i</a