Harmónikkan, mest selda hljóðfæri í heimi Heil og sæl…

Þessa grein skrifa ég til að leiðrétta útbreiddan misskilning hvað harmónikkur varðar. Ég býst við að mörg af ykkur hafi séð færan harmónikkuleikara að verki og hugsað: “hvernig í ósköpunum fer hann að þessu? þetta hljóta að vera 100-200 takkar?!” Ég hef ekki grænan grun um hver mesti mögulegi fjöldi takka á harmónikku er en það er líklega 10 og upp undir 300. Það eru u.þ.b. 100 takkar á tölvu-lyklaborði… samt geta margir skrifað villulaust á leifturhraða, án þess að horfa á lyklaborðið?

Það er þetta sem ég er að tala um, margir halda að það sé mun erfiðara að spila á harmónikku en það er í raun og veru. Það lýtur kanski út fyrir að tökkunum sé raðað upp af handahófi en svo er ekki. Í vinstri hendi, á minni harmónikku, eru sjötíu og tveir takkar. Þeim er kerfisbundið raðað upp, þeir eru merktir (þeir geta verið hrjúfir, með holum í o.fl.). Það sniðuga við “bassa-takkana” (takkana í vinstri hendi) er.. að hver og einn takki er hljómur. T.d. einn takki fyrir C-Dúr, annar fyrir e-moll og næsti fyrir f-dim. Svo að með því að finna einn takka og ýta á hann, þá ertu kominn með hljóm, sem tekur töluverðan tíma að finna fingra-setningu fyrir t.d. á gítar…
Þessum tökkum er, eins og áður sagði, kerfisbundið raðað upp svo að sameiginlegir þættir lenda saman t.d. C-Dúr, c-moll, C7, Cdim - allt í sömu röðinni, einn takki fyrir hvern og einn hljóm.

Hvað hægri hendi varðar þá er hún notuð til að spila laglínuna (melódíuna). Þar er tökkunum einnig kerfisbundið raðað upp svo að það er til ein formúla af fingrasetningu fyrir hverskonar skala. Þ.e. Þú notar nákvæmlega sömu fingrasetningu fyrir D-Dúr tónstiga og Cís-Dúr, og sömu fingrasetningu fyrir alla blús tónstiga svo dæmi séu tekin. Svo er hægt að færa hljóðfærið upp og niður um áttundir með því að ýta á takka. Belginn er hvorki erfitt að draga hann út né inn og flækir þetta ekkert.

Nóg komið af því hvað það er rosalega einfalt að spila á harmónikku :)
Í heild sinni gefur harmónikkan frá sér þessa ágætis tónlist, laglínu með hljómum undir. Hún hefur bæði verið notuð ein og sér eða við margskonar tónlistargerð í gegnum tíðina. T.d. í poppi, rokki og í léttsveitum. Vinur minn benti mér um daginn á harmonikkuleik undir finnsku metal hljómsveitinni finntroll og honum fannst það ekki koma illa út.

Ég vona að þið sem lásuð greinina til enda, hafi skilið hana… :) En það sem ég vona enn meir, er að sem flestir eigi einhvern tíma eftir að gefa sér tíma í að reyna þetta margbrotna hljóðfæri :) ekki er verra að fá örlitla kennslu, bara rétt til að komast á bragðið ;]

Ef að spurningar vakna .. endilega sendið mér skilaboð…

Takk fyrir mig.